Færri Íslendingar fara út í ár

Gera má ráð fyrir að Íslendingar séu loks farnir að …
Gera má ráð fyrir að Íslendingar séu loks farnir að hlusta á Seðlabankastjóra þegar brottförum Íslendinga um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað það sem af er ári, miðað við sama tímabil í fyrra. engin akyurt/Unsplash

Brott­far­ir Íslend­inga um Kefla­vík­ur­flug­völl voru um 35 þúsund í nóv­em­ber, það eru um tíu þúsund færri en á sama tíma­bili í fyrra, eða 22,1% fækk­un. Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá Ferðamála­stofu.

Það sem af er ári fóru Íslend­ing­ar utan um 557 þúsund sinn­um og er það smá­veg­is fækk­un frá sama tíma 2023, eða 1,5%.

Í brott­fara­mæl­ing­um um Kefla­vík­ur­flug­völl eru farþegar flokkaðir eft­ir þjóðerni eins og það kem­ur fram í vega­bréfi, bæði Íslend­ing­ar og út­lend­ing­ar.

Banda­ríkja­mönn­um fjölg­ar, Bret­um fækk­ar

Brott­far­ir er­lendra farþega frá Íslandi, um Kefla­vík­ur­flug­völl, voru um 162 þúsund í nóv­em­ber. Það eru um fjór­tán þúsund fleiri brott­far­ir en í nóv­em­ber ár­inu áður. 

Banda­ríkja­menn og Bret­ar voru stór hluti þeirra ferðamanna sem fór af landi brott um Kefla­vík­ur­flug­völl, eða 44,6%. Um ræðir 17,5% fleiri Banda­ríkja­menn en á síðasta ári á meðan Bret­um fækkaði um 9,3%.

Tæp­lega 2,1 millj­ón­ir er­lendra farþega hafa farið frá Íslandi það sem af er ári, sem er 1,9% fjölg­un frá sama tíma árið 2023 og alls 97,3% af brott­för­um sem mæld­ust á sama tíma metárið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert