„Íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun“

Markmið ferðamálastefnu er að tryggja framtíðarsýn í ferðaþjónustu hérlendis.
Markmið ferðamálastefnu er að tryggja framtíðarsýn í ferðaþjónustu hérlendis. Samsett mynd

Samkvæmt tillögu til þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í júní er gert ráð fyrir að rekin verði arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við land og þjóð, líkt og fram kemur í upplýsingum frá Ferðamálastofu.

Þetta er hluti af ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 og verður tekið tillit til framkvæmdarinnar við gerð fjárlaga hvers árs og í fimm ára fjármálaáætlun.

Aðgerðaáætlun verður uppfærð á tveggja ára fresti fram til 2030. Á sama tíma verður unnið að gerð skilgreindra mælikvarða sem ná yfir fjórar lykilstoðir stefnunnar: Efnahag, samfélag, umhverfi og gesti.

Þá kemur einnig fram í upplýsingunum að framtíðarsýn ferðaþjónustunnar feli í sér að vera leiðandi í sjálfbærri þróun, að rekin verði arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta og að ferðaþjónustan sé stoð í bættum lífskjörum og hagsæld hérlendis.

Markmið ferðamálastefnunnar er að tryggja framtíðarsýn í ferðaþjónustu hérlendis. „Íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert