Háloftaklúbburinn: Hvað má og hvað má ekki

Samkvæmt ráðleggingum ferðavefsins væri eflaust betra að reyna við háloftaklúbbinn …
Samkvæmt ráðleggingum ferðavefsins væri eflaust betra að reyna við háloftaklúbbinn í flugi Ryanair frá Íbísa til Dublin, fremur en í flugi Saudi Arabia Airlines frá Riyadh til Jeddah. Samsett mynd/Roman Khripkov/Sergio Ruiz

Hálofta­klúbbur­inn vís­ar til þeirra sem hafa stundað kyn­líf um borð í flug­vél meðan á flugi stend­ur. Sér­fræðing­ar segja að ekki skipti máli í hvaða hæð flug­vél­in er eða hvar um borð í vél­inni sam­lífið fari fram, hvort sem er kom­ist fólk í hálanda­klúbb­inn af at­vik­inu einu sam­an.

Svo eru vanga­velt­ur um hvað ná­kvæm­lega þurfi að eiga sér stað, flokk­ist und­ir kyn­líf, til að hálofta­klúbbur­inn taki því gildu. En sam­kvæmt ferðavefn­um One Mile at a Time þurfa þetta að vera minnst tvær mann­eskj­ur og hvers kon­ar kyn­ferðis­leg at­höfn þeirra á milli.

Áhættu­minnstu leiðirn­ar 

Á téðum ferðavef er ekk­ert sér­stak­lega verið að mæla með því að ganga í klúbb­inn, samt sem áður er farið yfir hvernig það megi gera með sem minnstri áhættu. 

Í fyrsta lagi þarf að finna stað sem er ekki á op­in­beru svæði, þar sem eng­inn get­ur orðið vitni að at­vik­inu. Viður­kennt er hve vand­ræðal­egt það er fyr­ir flugþjóna og freyj­ur að nappa mann­eskj­ur sem vinna öt­ul­lega að því í miðju flugi að kom­ast í klúbb­inn. Þess vegna er um að gera það með sem minnst­um sýni­leika og eins litlu til­standi og mögu­legt er.

Þá er næsta víst að sal­erni flug­vél­ar­inn­ar ætti að vera kjör­inn staður þar sem þar er næði, sér­stak­lega ef ferðast er á öðru far­rými, þótt hug­mynd­in sé vissu­lega ekk­ert sér­lega girni­leg. Sal­erni í breiðþotu væru vissu­lega ákjós­an­legri en þau í minni flug­vél­um.

En í sæt­inu? kynni ein­hver að spyrja. Jú, það er ef­laust ekki svo galið, sér­stak­lega í flugi á fyrsta far­rými með Air France (La Première d'A­ir France). Þar eru glugga­tjöld fyr­ir sæt­un­um frá lofti niður í gólf og bannað að ónáða ef dregið er fyr­ir... Svo lengi sem ör­ygg­is­belt­is­merkið kvikn­ar ekki skyndi­lega.

Hversu áhættu­samt er þetta?

Það versta sem hugs­an­lega gæti gerst er að ef sá sem reyn­ir að kom­ast í hálofta­klúbb­inn er gómaður og vin­sam­leg­ast beðinn um að stoppa.  

Hafa verður í huga að það get­ur verið stór mun­ur á viðbrögðum áhafn­ar­inn­ar eft­ir hvaða flug­fé­lagi er flogið með. Það er ef­laust gáfu­legra að reyna við hálofta­klúbb­inn í flugi Ry­ana­ir frá Íbísa til Dublin, frem­ur en í flugi Saudi Ar­ab­ia Air­lines frá Riya­dh til Jeddah.

Svo er auðvitað mælt með að gera ráð fyr­ir hinu versta en vona það besta. Lyk­il­atriðið er að gera þessa til­raun í næði í stað þess að af­hjúpa sig op­in­ber­lega. 

One Mile at a Time

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert