Ferðast til Madrídar eftir hneyksli

Friðrik kóngur og Mary drottning.
Friðrik kóngur og Mary drottning. Skjáskot/Instagram

Friðrik Danakóngur skrapp á dögunum til Madrídar ásamt fjölskyldu sinni, Mary drottningu og börnum þeirra.

Samkvæmt spænska slúðurblaðinu Hola gistu þau á fimm stjörnu hótelinu, Hotel Santo Mauro sem er fyrrum höll hertogans af Santo Mauro.

Ár er síðan Friðrik olli miklum usla þegar hann sást á flakki í Madríd ásamt Genovevu Casanova í persónulegum erindagjörðum. Casanova neitaði öllum ásökunum og sagði að þau væru bara vinir. Danska hirðin neitaði alfarið að tjá sig um málið. 

Mörgum hefur þótt stirt á milli hjónanna síðan þessar sögur fóru á stjá.

Friðrik kóngur og Mary drottning hafa verið á milli tannanna …
Friðrik kóngur og Mary drottning hafa verið á milli tannanna á fólki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert