„They are so cute,“ segir Kristin í myndavélina í TikTok-myndbandi þegar hún nálgast lunda á hringferð sinni um landið.
Kristin og Kyle eru erlendir ferðabloggarar með tæplega 90.000 fylgjendur á TikTok. Eitt meginmarkmið ferðarinnar til Íslands virðist hafa verið að bera þennan litla, sæta og skrautlega sjófugl augum.
Myndbandið er mjög hjartnæmt en það var nánast í enda hringferðarinnar sem þau sáu lunda. Í myndbandinu fylgir texti með upplýsingum um hvernig lundinn hegðar sér í náttúrunni og ekki nóg með það heldur er Kristin með prjónaða lundahúfu á höfðinu sem vekur athygli fylgjenda samkvæmt athugasemdum við myndbandið.
Hún er ítrekað spurð hvar hún fékk húfuna og segist hún hafa keypt hana í gjafabúðinni Seljalandsfoss á Hvolsvelli.
@kandktravel ✨Iceland Travel Guide✨ is on our blog: kandk-travel.com #iceland #icelandtravelguide #icelandtravel #fypシ #travelvlog #travelvlogging #creatorsearchinsights ♬ Ballerina - Yehezkel Raz