TikTok: Lundinn vakti lukku hjá Kristinu og Kyle

Kristin og Kyle eru svona yfir sig hrifin af lundanum …
Kristin og Kyle eru svona yfir sig hrifin af lundanum og deila því með 90.000 fylgjendum á TikTok. Samsett mynd/Instagram

„They are so cute,“ seg­ir Krist­in í mynda­vél­ina í TikT­ok-mynd­bandi þegar hún nálg­ast lunda á hring­ferð sinni um landið. 

Krist­in og Kyle eru er­lend­ir ferðablogg­ar­ar með tæp­lega 90.000 fylgj­end­ur á TikT­ok. Eitt meg­in­mark­mið ferðar­inn­ar til Íslands virðist hafa verið að bera þenn­an litla, sæta og skraut­lega sjó­fugl aug­um.

Mynd­bandið er mjög hjart­næmt en það var nán­ast í enda hring­ferðar­inn­ar sem þau sáu lunda. Í mynd­band­inu fylg­ir texti með upp­lýs­ing­um um hvernig lund­inn hegðar sér í nátt­úr­unni og ekki nóg með það held­ur er Krist­in með prjónaða lunda­húfu á höfðinu sem vek­ur at­hygli fylgj­enda sam­kvæmt at­huga­semd­um við mynd­bandið.

Hún er ít­rekað spurð hvar hún fékk húf­una og seg­ist hún hafa keypt hana í gjafa­búðinni Selja­lands­foss á Hvols­velli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert