Komu farþegum stórkostlega á óvart

Farþegar flugfélagsins Play komust í jólaskap.
Farþegar flugfélagsins Play komust í jólaskap. Skjáskot/Instagram

Fyr­ir­tæki kepp­ast um það á þess­um árs­tíma að gleðja starfs­menn og viðskipta­vini fyr­ir jól­in. Flug­fé­lagið PLAY kom farþegum sín­um á óvart með óvæntu jóla­flugi, gjöf­um og tónlist. Þetta var í flugi frá Kaup­manna­höfn til Kefla­vík­ur og meiri­hluti farþeg­anna um borð voru ís­lensk­ir. Marg­ir ef­laust náms­menn eða bú­sett­ir í dönsku stór­borg­inni og á leið heim yfir jól­in. 

Jóla­sveinn mætti óvænt í flugið sem kom börn­un­um í mik­inn jólagír. Gest­um var boðið upp á Malt og app­el­sín, pip­ar­kök­ur og kon­fekt í flug­inu. Einnig var hljóm­sveit um borð sem spilaði jóla­tónlist fyr­ir farþega í háloft­un­um. 

„Rús­ín­an í pylsu­end­an­um var þegar komið var til Kefla­vík­ur og þá voru það ekki tösk­ur sem renndu sér niður tösku­bandið held­ur jóla­gjaf­ir sér­merkt­ar hverj­um og ein­um farþega,“ seg­ir Nadine Guðrún Yag­hi, for­stöðumaður markaðs- og sam­skipta­deild­ar PLAY.

View this post on In­sta­gram

A post shared by PLAY air­lines (@playair­lines)

View this post on In­sta­gram

A post shared by PLAY air­lines (@playair­lines)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert