Paradís á jörðu: Koh Samui og Hua Tin

Myndin til vinstri er frá Koh Samui og sú til …
Myndin til vinstri er frá Koh Samui og sú til hægri er frá Hua Hin. Samsett mynd/Rebecca Cairns/Andreas Johansson

Taí­land býr yfir ógrynni hvítra stranda sem teygja sig yfir 3.000 kíló­metra strand­lengju. Allt frá af­skekkt­um og óspillt­um vík­um, með fín­um sandi og krist­al­tær­um sjó yfir í strend­ur sem eru þakkt­ar ferðamönn­um.

Tveir eft­ir­sótt­ustu strandstaðir Taí­lands eru Koh Samui og Hua Tin. Báðir eru staðsett­ir við Taí­lands­flóa og fer hita­stigið sjaldn­ast niður fyr­ir 24 gráður.  

Hua Hin flott­heit­ar dval­arstaður

Hua Hin var einu sinni ró­legt sjáv­arþorp norður af Malaja­skaga, viður­kennt sem kon­ung­legt at­hvarf í kring­um 1920 en breytt­ist upp frá því í flott­heit­ar dval­arstað, púðursand í aðra átt­ina og þétt­an skóg í hina. 

Hua Hin er í fjög­urra klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá Bang­kok.

Auðvelt er að ferðast á milli staða í Hua Hin á reiðhjóli og margt undra­vert að sjá eins og hinn marg­verðlaunaða garð Elephant Jungle Sanctu­ary, vín­ekr­urn­ar í Mon­soon-daln­um og Phraya Nak­hon-hell­inn.

Þegar sól­in sest vakn­ar hverfið í kring­um Decha Nuchit Road. Á meðan gengið er í gegn­um markaðinn má anda að sér grill­reyk frá svína­kjöti, krydduðum pyls­um eða krabba­kjöti. Einnig er hægt að fá sér sæti og gæða sér á fersku mangósal­ati, þurrkuðum smokk­fisk­bit­um eða kó­kospönnu­köku.

Velkomin til Hua Hin, gæti staðið á þessu skilti.
Vel­kom­in til Hua Hin, gæti staðið á þessu skilti. allP­hoto Bang­kok/​Unsplash
Villt dýralíf og mikil náttúra er á eyjunni Hua Hin.
Villt dýra­líf og mik­il nátt­úra er á eyj­unni Hua Hin. Lukas Scheu­ter/​Unsplash
Hitastigið á Hua Hin fer ekki undir 24 gráður, alla …
Hita­stigið á Hua Hin fer ekki und­ir 24 gráður, alla jafna. Peerap­hong Wiriya/​Unsplash
Ógrynni af ströndum á eyjunni Hua Hin.
Ógrynni af strönd­um á eyj­unni Hua Hin. Robert Ek­lund/​Unsplash
Það væri ekki leiðinlegt að sitja þarna í góðum hópi …
Það væri ekki leiðin­legt að sitja þarna í góðum hópi fjöl­skyldu og vina. rustam burk­hanov/​Unsplash
Glæsihótel á Hua Hin.
Glæsi­hót­el á Hua Hin. Zion C/​Unsplash


Koh Samui fimm stjörnu áfangastaður

Koh Samui býður upp á af­slappað and­rúms­loft með undra­verðum strönd­um, suðræn­um gróðri og fag­ur­blá­um sjó. 

Fram til árs­ins 1980 var kó­kos­hnetu­út­flutn­ing­ur aðal­at­vinnu­grein­in á Koh Samui. Áður en mal­bikaðir veg­ir komu til sög­unn­ar gat það tekið heil­an dag að ganga um 15 kíló­metra leið í hæðótt­um frum­skógi milli strand­lengja. 

Þessi næst­stærsta eyja Taí­lands hef­ur þró­ast yfir í að vera fimm stjörnu áfangastaður sem býður upp á sól­ar­upp­rás­ar­jóga, hengi­rúm milli pálma­trjáa og sól­set­ur sem er eins og mangó á lit­inn. 

Fjöl­breytt afþrey­ing er í boði fyr­ir þá sem vilja nýta dag­ana í annað en sólbað. Hægt er að skoða sjáv­ar­lífið með því að snorkla í tær­um sjón­um og læra muay-thai bar­dagalist á strönd­inni með inn­fædd­an þjálf­ara. Ýmis dag­skrá er í boði fyr­ir börn­in sem geta fengið að tína græn­meti eða klappa dýr­um.

Þá er hægt að fara með einka­bát til para­dísareyj­unn­ar, Koh Tan, þar sem eru eng­ir veg­ir og af­skekkt­ar strend­ur. 

Koh Samui var upp­haf­lega byggð af sjó­mönn­um. Arf­leifðin lif­ir í sjáv­ar­rétt­armat­ar­gerð eyja­skeggja, eins og gufu­soðnum krabba, tún­fisk sashimi eða grilluðum fisk í engi­fer og sítr­ónugrasi. 

Í Conrad-Spa er að finna heilsu­sam­leg­ar meðferðir með það að mark­miði að hreinsa eit­ur­efni úr lík­am­an­um og auka orkuflæði.

Það er vel hægt að ímynda sér afslappandi frí á …
Það er vel hægt að ímynda sér af­slapp­andi frí á Koh Samui. Ant­onio Ar­aujo/​Unsplash
Ævintýraleg rólegheit.
Ævin­týra­leg ró­leg­heit. Re­becca Cairns/​Unsplash
Andrúmsloftið er afslappað og náttúrufegurðin ólýsanleg.
And­rúms­loftið er af­slappað og nátt­úru­feg­urðin ólýs­an­leg. Viv T/​Unsplash
Það er ýmislegt hægt að skoða á eyjunni Koh Samui.
Það er ým­is­legt hægt að skoða á eyj­unni Koh Samui. AXP Photograp­hy/​Unsplash
„Infinity Pool“ á Koh Samui.
„In­finity Pool“ á Koh Samui. Frugal Flyer/​Unsplash
Koh Samui-eyjan var upphaflega byggð af sjómönnum.
Koh Samui-eyj­an var upp­haf­lega byggð af sjó­mönn­um. Samu­el C./​Unsplash

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert