Discover Airlines hefur flug milli Keflavíkur og München

Flogið verður á Airbus A320-vélum flugfélagsins.
Flogið verður á Airbus A320-vélum flugfélagsins. Ljósmynd/Aðsend

Þýska flug­fé­lagið Disco­ver Air­lines, dótt­ur­fé­lag Luft­hansa, hef­ur ákveðið að fljúga á milli München og Kefla­vík­ur allt árið um kring. Þetta var til­kynnt í dag en áður hafði fé­lagið boðað flug til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli yfir sum­ar­tím­ann.

Fyrsta flug fé­lags­ins verður 3. apríl 2025 og verður flogið þris­var sinn­um í viku yfir sum­ar­tím­ann og tvisvar í viku út vetr­ar­tíma­bilið. Flogið verður á Air­bus A320-vél­um flug­fé­lags­ins.

Luft­hansa flaug áður milli München og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, en Disco­ver Air­lines tek­ur yfir flug­leiðina. Disco­ver býður farþegum sín­um upp á að hægt verði að tengja áfram til enn fleiri áfangastaða milli þeirra og Luft­hansa í gegn­um München.

„Það er okk­ur sönn ánægja að bjóða flug­fé­lagið Disco­ver Air­lines vel­komið í flug­vall­ar­sam­fé­lagið á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Grét­ar Már Garðars­son, for­stöðumaður flug­fé­laga og leiðaþró­un­ar.

„Þess­ar frétt­ir koma í kjöl­far ákvörðunar Ea­syJet að bæta við áfanga­stöðum næsta sum­ar og pólska flug­fé­lags­ins LOT að hefja í fyrsta sinn flug milli Var­sjár og Kefla­vík­ur. Þetta eru ánægju­leg­ar frétt­ir og styrkja enn frek­ar áfangastaðinn Ísland. Við hlökk­um til að taka á móti Disco­ver Air­lines.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert