Ráðleggur fólki frá „all-inclusive“ hótelum á Tenerife

Hótel þar sem allt er innifalið er vinsæll kostur fyrir …
Hótel þar sem allt er innifalið er vinsæll kostur fyrir fjölskyldur. Ljósmynd/Unsplash

Ferðaáhrifa­vald­ur­inn Larisa á TikT­ok ráðlegg­ur fólki frá því að verja tíma sín­um á hót­el­um þar sem allt er innifalið. Slík hót­el eru gríðarlega vin­sæl á eyj­unni og þá sér­stak­lega hjá fjöl­skyldu­fólki. 

„Mér þykir leitt að segja þér frá því en ef þú vilt upp­lifa ekta Teneri­fe þá mæli ég með að gista á hót­el­um sem eru ekki í al­fara­leið. Ég er ný­kom­in frá eyj­unni þar sem ég skipti um gist­ingu fjór­um sinn­um og það var allt svo fal­legt,“ seg­ir hún í mynd­skeiðinu. 

Hún seg­ist hafa gist í fjöll­um Teneri­fe, borðað ferska ávexti við sund­laug­ar­bakk­ann og horft á fjöll­in. 

„Gist­ing sem þessi er kölluð haciendas, hotel rural eða finca. Þetta er hefðbundn­asta gist­ing­in á eyj­unni og al­gjör­lega sú sér­stak­asta. Í næstu ferð þinni til Teneri­fe, slepptu þá öll­um all inclusi­ve-hót­el­un­um og írsku pöbb­un­um og njóttu spænsku mat­reiðslunn­ar og nátt­úr­unn­ar sem þessi eyja hef­ur upp á að bjóða.“

Watch on TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert