Ferðaáhrifavaldurinn Larisa á TikTok ráðleggur fólki frá því að verja tíma sínum á hótelum þar sem allt er innifalið. Slík hótel eru gríðarlega vinsæl á eyjunni og þá sérstaklega hjá fjölskyldufólki.
„Mér þykir leitt að segja þér frá því en ef þú vilt upplifa ekta Tenerife þá mæli ég með að gista á hótelum sem eru ekki í alfaraleið. Ég er nýkomin frá eyjunni þar sem ég skipti um gistingu fjórum sinnum og það var allt svo fallegt,“ segir hún í myndskeiðinu.
Hún segist hafa gist í fjöllum Tenerife, borðað ferska ávexti við sundlaugarbakkann og horft á fjöllin.
„Gisting sem þessi er kölluð haciendas, hotel rural eða finca. Þetta er hefðbundnasta gistingin á eyjunni og algjörlega sú sérstakasta. Í næstu ferð þinni til Tenerife, slepptu þá öllum all inclusive-hótelunum og írsku pöbbunum og njóttu spænsku matreiðslunnar og náttúrunnar sem þessi eyja hefur upp á að bjóða.“
@butlarii If you’re traveling to Tenerife Spain, do NOT choose all inclusive resorts🥲 there’s just so much more beauty in other parts of the island and there are so many unique accommodations in the central/northern parts. Take advantage of such unique places that you cannot really find in many other European places🌴 #tenerife #tenerifetravel #tenerifespain #tenerifetravelguide #tenerifetraveltips #tenerifehotels ♬ Can I Call You Rose? - Thee Sacred Souls