Sara í Júník nýtur jólanna á baðfötum

Krúttleg fjölskyldan unir sér vel í Tælandi og þau Sara …
Krúttleg fjölskyldan unir sér vel í Tælandi og þau Sara og Kristján skelltu í smá rómantík fyrir við ströndina.

Sara Lind Pálsdóttir, eigandi verslunarinnar Júník, er stödd í Taílandi um þessar mundir. Ekki er annað hægt að sjá á myndunum en að fjölskyldan uni sér vel í sólinni og hitanum. 

Sambýlismaður Söru er Kristján Þórðarson og saman eiga þau Ölfu Lind og Viktoríu Björk. Sara stofnaði tískuverslunina Júník og fékk mikla umfjöllun á tímabili vegna auglýsingaherferðar sem þótti afar vel heppnuð, en hver man ekki eftir: „Hæ, þetta er Sara í Júník“.

Verslunin Júník er nú staðsett í Kringlunni og á vefnum en var um tíma einnig í Smáralind. Eitthvað dalaði reksturinn en verslunin fór í þrot árið 2016 og er rekin í dag á annarri kennitölu.

Það er nokkuð ljóst að rómantíkin blossar upp í hitanum og í fjarveru daglegs amsturs og smelltu þau Sara og Kristján í koss fyrir myndavélina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert