Komnir með nóg af ferðamönnum í Barcelona

Fólk í ströndinni í Barcelona.
Fólk í ströndinni í Barcelona. Federico Giampieri/Unsplash

Í júní til­kynnti borg­ar­stjórn­in í Barcelona aðgerðir til að sporna gegn skamm­tíma­leigu á hús­næði til ferðamanna. Það var gert til að tak­ast á við hús­næðiskreppu sem verið hef­ur í borg­inni í fjölda ára.

Deil­ur um fjölda ferðamanna náðu ákveðnu há­marki í spænsku borg­inni í júlí þegar fjöldi heima­manna flykkt­ist á göt­ur út og mót­mælti með því að skipa ferðamönn­um að fara heim og úða yfir þá vatni. Í kjöl­farið fóru í gang svipuð mót­mæli á Kana­ríeyj­um og Maj­orka. 

Tibidabo, Barcelona.
Tibi­da­bo, Barcelona. Biel Morro/​Unsplash

Á líðandi ári mátti sjá veggjakrot í Barcelona með skila­boðum á borð við: „Við hrækj­um í bjór­inn þinn – Skál!“ eða „Lúx­us­ferðin þín – Mín dag­lega eymd.“

Barcelona laðar til sín um fimmtán millj­ón­ir ferðamanna ár hvert vegna menn­ing­ar og lista, svo ekki sé minnst á eitt fremsta knatt­spyrnuliði heims. Má segja að 2024 hafi heima­menn fengið nóg og and­spyrna gegn ferðamönn­um hafi náð nýj­um hæðum. Þótt þetta sé vissu­lega ekki eina borg­in í Evr­ópu sem glím­ir við vanda­málið, en einnig hef­ur borið á óánægju með of marga ferðamenn í borg­um á Ítal­íu og mörg skemmti­ferðaskip standa nú frammi fyr­ir tak­mörk­un­um í fjölda hafna.

Isabella II-breiðgatan í Barcelona.
Isa­bella II-breiðgat­an í Barcelona. Denn­is van den Worm/​Unsplash
Guell-garðurinn í Barcelona.
Gu­ell-garður­inn í Barcelona. D Jo­nez/​Unsplash

Drama­tísk­ar aðgerðir

Til að sporna gegn þess­um fjölda ferðamanna hafa borg­ar­yf­ir­völd í Barcelona hækkað ferðamanna­skatta hratt; gjöld fyr­ir þrif, ör­yggi, innviði og aðra þjón­ustu. 

Önnur aðgerð borg­ar­yf­ir­valda fólst í að fjar­lægja stræt­is­vagna­leiðir af kort­um Google. Ný­lega hafa yf­ir­völd í Barcelona og Katalón­íu einnig íhugað að tvö­falda miðaverð á vin­sæla ferðamannastaði eins og í Gaudí-garðinn, sem og að fjór­falda bíla­stæðagjöld fyr­ir rút­ur við Sangrada Família-kirkj­una.

Um 156.000 rút­ur keyra um borg­ina ár­lega en ætl­un­in er að fækka þeim í 70.000 árið 2025. Þá eru „klístraðar“ minja­gripa­versl­an­ir einnig í nál­ar­aug­anu, en slík­ar versl­an­ir eru tald­ar hafa nei­kvæð áhrif á borg­ar­mynd­ina.

Þrátt fyr­ir þess­ar aðgerðir er ennþá lögð áhersla á að Barcelona bjóði ferðamenn áfram vel­komna og að ákveðnu jafn­vægi verði náð sem vernd­ar lífs­gæði íbúa og sjálf­bærni borg­ar­inn­ar. 

Casa Battló, Barcelona.
Casa Batt­ló, Barcelona. Theodor Vasile/​Unsplash
Margar strætóleiðir í Barcelona hafa verið fjarlægðar af Google.
Marg­ar strætó­leiðir í Barcelona hafa verið fjar­lægðar af Google. Benjam­in Voros/​Unsplash

Euro News 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert