Þetta sæti ættu allir að forðast

Sæti 11A þykir ekki gott.
Sæti 11A þykir ekki gott. Ljósmynd/Colourbox

Sæti 11A er almennt talið vera versta sæti um borð í 737 Boeing flugvélum. Almennt ætti sætið að vera gluggasæti nema þar er bara enginn gluggi. Fólk situr því í raun bara innlyksa upp við vegg. Það er hins vegar gluggi í samsvarandi sæti hinum megin við ganginn, 11F. Þetta kemur fram í umfjöllun LAD Bible.

Í 737 vélar eru ekki fullkomlega symmetrískar í hönnun sem gerir það að verkum að á einum stað í vélinni vantar glugga við eitt sætið.

Sætin 12A og 12F eru einnig sögð slæm en þó ekki jafnslæm og 11A. Til þess að ganga úr skugga um kosti og galla flugvéla er hægt að heimsækja síður á borð við AeroLOPA sem sýna teikningar af öllum flugvélum að innanverðu. Þar má því sjá hversu gott fótaplássið er um borð og hvernig gluggarnir raðast með tilliti til sætanna. 

Hönnun flugvélanna er ósymmetrísk.
Hönnun flugvélanna er ósymmetrísk. Skjáskot/AeroLOPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert