Hvernig á að halda heilsu á ferðalagi?

Allir vilja halda heilsu á ferðalögum.
Allir vilja halda heilsu á ferðalögum. Ljósmynd/Colourbox

Flensutímabilið er í nánd og einnig skíðaferðirnar margrómuðu. Margir kvíða því að næla sér í pest áður en haldið er af stað í langþráð frí. Fox News Digital fjallaði um hvað fólk getur gert til þess að halda heilsu.

„Þegar þú ert á ferðalagi þá eykst streitan og þá er maður útsettari fyrir veikindum,“ segir Marc Siegel, læknir hjá NYU Langone Health. 

„Það styrkir ónæmiskerfið að drekka nóg af vatni og stunda reglulega líkamsrækt. Ekki slá slöku við í ræktinni áður en þú ferð í ferðalag. Ef maður fer í ræktina, sefur vel og borðar hollt áður en maður leggur af stað þá er maður vel í stakk búinn fyrir ferðalagið.“

„Mér finnst líka mikilvægt að taka blautklúta með sér í ferðalagið og þrífa vel alla snertifleti, sérstaklega um borð í flugvélum. Það er endalaust af bakteríum á felliborðinu í flugvélum, þá getur manneskjan við hliðiná þér verið með einhverja pest. Í þeim tilfellum er gott að vera með grímu á sér.“

„Síurnar í vélunum eru góðar en þær fara þó oftast ekki af stað fyrr en vélin er tekin á loft. Þangað til er loftið óhreint,“ segir Siegel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka