Leiðsögn um bestu skíðasvæðin á Nýja-Englandi

Einn af bestu skíðamönnum í heimi, Chris Davenport, mælir með …
Einn af bestu skíðamönnum í heimi, Chris Davenport, mælir með Stowe Mountain Resort fyrir alla fjölskylduna. Skjáskot/Instagram

Chris Dav­en­port, marg­fald­ur meist­ari í „extreme“ skíðaiðkun, er frá New Hamps­hire, á Nýja-Englandi í norðaust­ur­hluta Banda­ríkj­anna. Í viðtali við BBC deil­ir hann upp­lýs­ing­um um bestu skíðasvæðin þar sem hann sjálf­ur ólst upp.

Staður­inn er þekkt­ur fyr­ir krefj­andi aðstæður í fjöll­un­um, odd­hvassa tinda og mikla ís­ingu. Fjöll á borð við Rocky Mountains eru með hæstu tind­ana, dýpsta púðrið og bylgjótt lands­lag. Þaðan koma nokkr­ir af bestu skíðamönn­um allra tíma, m.a. Dav­en­port, og þar er einnig að finna æðis­lega skíðabæi.

Sjálf­ur seg­ir hann að það sé ekki endi­lega stærð fjall­anna eða gæði snjós­ins sem geri ein­stak­ling að góðum skíðaiðkanda, held­ur aðgengi eins og viðráðan­legt verð, góðir skíðaklúbb­ar og þjálf­ar­ar.

Davenport á góðar minningar frá þessum slóðum.
Dav­en­port á góðar minn­ing­ar frá þess­um slóðum. Skjá­skot/​Cr­an­more

1. Besta kynn­ing á svæðinu: North Conway, New Hamps­hire

Dav­en­port á góðar minn­ing­ar frá þess­um slóðum og seg­ir svæðið mjög aðgengi­legt og æv­in­týri lík­ast. Í þorp­inu búa um tvö þúsund manns en svæðið í kring er þakið um 800.000 hekt­ur­um af skógi.

Skíðasvæðin eru nokk­ur og ber þar hæst Cr­an­more, At­tit­ash, Wildcat eða Svarta­fjall, góðir staðir fyr­ir byrj­end­ur, en fyr­ir þá sem vilja ögn meira æv­in­týri og meiri bratta þar sem er jafn­vel hætta á snjóflóði, er Tuckerm­an Ravine í Washingt­on-fjalli vel þekkt­ur staður.

Stowe Mountain Resort er kjörinn fyrir fjölskylduna.
Stowe Mountain Resort er kjör­inn fyr­ir fjöl­skyld­una. Skjá­skot/​In­sta­gram

2. Best fyr­ir fjöl­skyld­ur: Stowe, Vermont

Við ræt­ur Mans­field-fjalls­ins, hæsta fjalls í Vermont, er fal­legi bær­inn Stowe. Skíðaiðkun í Stowe telst í hæsta gæðaflokki og þar eru í boði leiðir fyr­ir bæði byrj­end­ur og lengra komna. Staður­inn er sér­stak­lega góður fyr­ir barna­fólk. Braut­irn­ar eru einkar fjöl­skyldu­væn­ar í Spruce Peak, en við ræt­ur fjalls­ins er einnig skauta­svell, versl­an­ir og veit­ingastaðir.

Besti púðursnjórinn er í Jay Peak.
Besti púðursnjór­inn er í Jay Peak. Skjá­skot/​In­sta­gram

3. Besta púðrið: Jay Peak

Púðursnjór­inn ger­ist varla betri en á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna, að sögn Dav­en­ports, og það í Jay Peak Resort. 

Rétt sunn­an við kanadísku landa­mær­in í Jay, Vermont, kem­ur snjór­inn snemma að vetri og nær þá til Grænu­fjalla. Jay Peak er að jafnaði með 8,9 metra þykkt snjólag yfir jörðu sem er mest af öll­um svæðunum á Nýja-Englandi. Þar er hægt að lenda í æv­in­týr­um og skíða fjölda leiða utan braut­ar.

Red Parka-steikhús og krá er einn frægasti skíðabarinn í Mount …
Red Parka-steik­hús og krá er einn fræg­asti skíðabar­inn í Mount Washingt­on Walley Skjá­skot/​Red Parka Pub

4. Besti „après-ski“-staður­inn: Red Parka-krá­in

Norðan við North Conway í Glen, New Hamps­hire, er upp­á­halds sam­komu­staður Dav­en­ports eft­ir lang­an dag í fjöll­un­um. Red Parka-steik­hús og krá er einn fræg­asti skíðabar­inn í Mount Washingt­on Walley, að sögn Dav­en­ports. Staður sem hef­ur verið í eigu sömu fjöl­skyld­unn­ar í 53 ár og minn­ist hann þess að fara þangað með for­eldr­um sín­um sem barn, eft­ir góðan dag í fjöll­un­um og gæða sér á kjúk­linga­vængj­um á meðan þau sötruðu bjór. 

Útsýnið frá skíðasvæðinu er magnþrungið, staðurinn er alla jafna fámennur …
Útsýnið frá skíðasvæðinu er magnþrungið, staður­inn er alla jafna fá­menn­ur og braut­irn­ar krefj­andi. Skjá­skot/​In­sta­gram

5. Besti tveggja mark­miða staður­inn: Burke, Vermont

Tvö þúsund fer­kíló­metra svæði sem sam­an­stend­ur af þrem­ur sýsl­um, vötn­um og fjöll­um. Þar er staðsett­ur bær­inn Burke og Burke Mountain-skíðasvæðið. Útsýnið frá skíðasvæðinu er magnþrungið, staður­inn er alla jafna fá­menn­ur og braut­irn­ar krefj­andi. 

Í Burke er m.a. hægt að finna heima­vist­ar­skól­ann Burke Mountain Aca­demy sem sent hef­ur 37 iðkend­ur á Ólymp­íu­leik­ana.

Kláfur ferjar skíðaiðkendur á stórfengleg skíðasvæði í Hvítufjöllum (White Mountain)
Kláf­ur ferj­ar skíðaiðkend­ur á stór­feng­leg skíðasvæði í Hvítu­fjöll­um (White Mountain) Skjá­skot/​Cannon Mount

6. Besta svæðið fyr­ir krefj­andi lands­lag: The 93 Corridor

Þjóðveg­ur 93, sem ligg­ur frá Bost­on og beint til Hvítu­fjalla (White Mountains), sker í gegn­um bratt­ar hlíðar og æv­in­týra­legt lands­lag. Veg­ur­inn ligg­ur um bæ­inn Littlet­on í New Hamps­hire þar sem er að finna elstu skíðaversl­un Banda­ríkj­anna.

Í Hvítu­fjöll­um er hægt að fara á milli svæða á borð við Loon-fjallið, Waterville-dal­inn og Cannon-fjall. Kláf­ur ferj­ar skíðaiðkend­ur á stór­feng­leg skíðasvæði og Dav­en­port seg­ir sjálf­ur að sem barni fannst hon­um hann stór og villt­ur þegar hann steig inn í kláfinn.

Cannon fjalla­spor­vagn­inn, eða kláf­ur­inn, var fyrst tek­inn í notk­un 1938 og hægt er að ferðast með hon­um upp á 1.243 metra háan tind­inn, allt árið um kring. En svæðið er það hæsta í New Hamps­hire. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jay Peak Resort (@jaypeakresort)

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert