Leiðsögn um bestu skíðasvæðin á Nýja-Englandi

Einn af bestu skíðamönnum í heimi, Chris Davenport, mælir með …
Einn af bestu skíðamönnum í heimi, Chris Davenport, mælir með Stowe Mountain Resort fyrir alla fjölskylduna. Skjáskot/Instagram

Chris Davenport, margfaldur meistari í „extreme“ skíðaiðkun, er frá New Hampshire, á Nýja-Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna. Í viðtali við BBC deilir hann upplýsingum um bestu skíðasvæðin þar sem hann sjálfur ólst upp.

Staðurinn er þekktur fyrir krefjandi aðstæður í fjöllunum, oddhvassa tinda og mikla ísingu. Fjöll á borð við Rocky Mountains eru með hæstu tindana, dýpsta púðrið og bylgjótt landslag. Þaðan koma nokkrir af bestu skíðamönnum allra tíma, m.a. Davenport, og þar er einnig að finna æðislega skíðabæi.

Sjálfur segir hann að það sé ekki endilega stærð fjallanna eða gæði snjósins sem geri einstakling að góðum skíðaiðkanda, heldur aðgengi eins og viðráðanlegt verð, góðir skíðaklúbbar og þjálfarar.

Davenport á góðar minningar frá þessum slóðum.
Davenport á góðar minningar frá þessum slóðum. Skjáskot/Cranmore

1. Besta kynning á svæðinu: North Conway, New Hampshire

Davenport á góðar minningar frá þessum slóðum og segir svæðið mjög aðgengilegt og ævintýri líkast. Í þorpinu búa um tvö þúsund manns en svæðið í kring er þakið um 800.000 hekturum af skógi.

Skíðasvæðin eru nokkur og ber þar hæst Cranmore, Attitash, Wildcat eða Svartafjall, góðir staðir fyrir byrjendur, en fyrir þá sem vilja ögn meira ævintýri og meiri bratta þar sem er jafnvel hætta á snjóflóði, er Tuckerman Ravine í Washington-fjalli vel þekktur staður.

Stowe Mountain Resort er kjörinn fyrir fjölskylduna.
Stowe Mountain Resort er kjörinn fyrir fjölskylduna. Skjáskot/Instagram

2. Best fyrir fjölskyldur: Stowe, Vermont

Við rætur Mansfield-fjallsins, hæsta fjalls í Vermont, er fallegi bærinn Stowe. Skíðaiðkun í Stowe telst í hæsta gæðaflokki og þar eru í boði leiðir fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Staðurinn er sérstaklega góður fyrir barnafólk. Brautirnar eru einkar fjölskylduvænar í Spruce Peak, en við rætur fjallsins er einnig skautasvell, verslanir og veitingastaðir.

Besti púðursnjórinn er í Jay Peak.
Besti púðursnjórinn er í Jay Peak. Skjáskot/Instagram

3. Besta púðrið: Jay Peak

Púðursnjórinn gerist varla betri en á austurströnd Bandaríkjanna, að sögn Davenports, og það í Jay Peak Resort. 

Rétt sunnan við kanadísku landamærin í Jay, Vermont, kemur snjórinn snemma að vetri og nær þá til Grænufjalla. Jay Peak er að jafnaði með 8,9 metra þykkt snjólag yfir jörðu sem er mest af öllum svæðunum á Nýja-Englandi. Þar er hægt að lenda í ævintýrum og skíða fjölda leiða utan brautar.

Red Parka-steikhús og krá er einn frægasti skíðabarinn í Mount …
Red Parka-steikhús og krá er einn frægasti skíðabarinn í Mount Washington Walley Skjáskot/Red Parka Pub

4. Besti „après-ski“-staðurinn: Red Parka-kráin

Norðan við North Conway í Glen, New Hampshire, er uppáhalds samkomustaður Davenports eftir langan dag í fjöllunum. Red Parka-steikhús og krá er einn frægasti skíðabarinn í Mount Washington Walley, að sögn Davenports. Staður sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í 53 ár og minnist hann þess að fara þangað með foreldrum sínum sem barn, eftir góðan dag í fjöllunum og gæða sér á kjúklingavængjum á meðan þau sötruðu bjór. 

Útsýnið frá skíðasvæðinu er magnþrungið, staðurinn er alla jafna fámennur …
Útsýnið frá skíðasvæðinu er magnþrungið, staðurinn er alla jafna fámennur og brautirnar krefjandi. Skjáskot/Instagram

5. Besti tveggja markmiða staðurinn: Burke, Vermont

Tvö þúsund ferkílómetra svæði sem samanstendur af þremur sýslum, vötnum og fjöllum. Þar er staðsettur bærinn Burke og Burke Mountain-skíðasvæðið. Útsýnið frá skíðasvæðinu er magnþrungið, staðurinn er alla jafna fámennur og brautirnar krefjandi. 

Í Burke er m.a. hægt að finna heimavistarskólann Burke Mountain Academy sem sent hefur 37 iðkendur á Ólympíuleikana.

Kláfur ferjar skíðaiðkendur á stórfengleg skíðasvæði í Hvítufjöllum (White Mountain)
Kláfur ferjar skíðaiðkendur á stórfengleg skíðasvæði í Hvítufjöllum (White Mountain) Skjáskot/Cannon Mount

6. Besta svæðið fyrir krefjandi landslag: The 93 Corridor

Þjóðvegur 93, sem liggur frá Boston og beint til Hvítufjalla (White Mountains), sker í gegnum brattar hlíðar og ævintýralegt landslag. Vegurinn liggur um bæinn Littleton í New Hampshire þar sem er að finna elstu skíðaverslun Bandaríkjanna.

Í Hvítufjöllum er hægt að fara á milli svæða á borð við Loon-fjallið, Waterville-dalinn og Cannon-fjall. Kláfur ferjar skíðaiðkendur á stórfengleg skíðasvæði og Davenport segir sjálfur að sem barni fannst honum hann stór og villtur þegar hann steig inn í kláfinn.

Cannon fjallasporvagninn, eða kláfurinn, var fyrst tekinn í notkun 1938 og hægt er að ferðast með honum upp á 1.243 metra háan tindinn, allt árið um kring. En svæðið er það hæsta í New Hampshire. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert