Sigraði íslenska kuldann í kraftgalla

Kraftgallinn kom til bjargar.
Kraftgallinn kom til bjargar. Samsett mynd/Instagram
Ára­mót­in hér á landi hafa lengi heillað út­lend­inga. Leik­kon­an Al­ex­andra Dadd­ario varði ára­mót­un­um hér á landi og var dug­leg að deila mynd­um frá ferðalag­inu á sam­fé­lags­miðlum. Dadd­ario, sem er 38 ára, er þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í fyrstu serí­unni af hinum geysi­vin­sælu þátt­um White Lot­us.
Hún var meðal ann­ars til­nefnd til Emmy-verðlauna sem besta leik­kona í auka­hlut­verki. Hún hef­ur þess leikið í kvik­mynd­un­um Baywatch, San Andreas, We Summon the Dark­ness og Hall Pass. 
Á In­sta­gram hef­ur hún deilt mynd­um af sér á Íslandi og sést meðal ann­ars í hinum sí­vin­sæla kraft­galla frá 66° Norður til­bú­in að tak­ast á við fimb­ul­kuld­ann sem var um ára­mót­in. Hún sótti meðal ann­ars í heita potta, gufu og sást bregða á leik með ís­lensk­um hesti. Einnig sá hún rauð og græn norður­ljós sem hef­ur án efa verið topp­ur­inn.

Elsk­ar að ferðast

Dadd­ario er frá New York og eignaðist sitt fyrst barn í októ­ber síðastliðnum með eig­in­manni sín­um, fram­leiðand­an­um Andrew Form. Þau giftu sig árið 2022.

Leik­kon­an veitt fátt skemmti­legra en að ferðast og má því segja að hún hafi dottið í lukkupott­inn þegar hún fékk hlut­verk í fyrstu þáttaröð The White Lot­us en hún var tek­in upp yfir átta mánaða tíma­bil á Havaí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert