Skera upp herör gegn hallandi sætisbökum

Ekkert virkar jafn óþolandi og þegar á að hafa það …
Ekkert virkar jafn óþolandi og þegar á að hafa það huggulegt í flugvélinni og manneskjan framan kýs að halla sætinu vel aftur. Hanson Lu/Unsplash

Oft hef­ur heyrst talað um hve mikið það pirr­ar þegar farþegi í sæt­inu fyr­ir fram­an hall­ar því aft­ur í flugi. Það skerðir ekki ein­ung­is fótapláss held­ur er engu lík­ara en sæt­is­bakk­inn ætli inn í mag­ann á farþeg­an­um fyr­ir aft­an. 

Þá eru hallandi sæt­is­bök einnig sögð hafa hellt niður drykkj­um og jafn­vel skemmt far­tölv­ur. 

En hvað er hægt að gera? Jú, safna und­ir­skrift­um gegn hallandi sæt­is­bök­um líkt og banda­ríska fyr­ir­tækið La-Z-Boy, fram­leiðandi sam­nefndra stóla, hef­ur gert. Þeir hafa skorið upp her­ör gegn hallandi sæt­is­bök­um og mæla með því að ferðamenn geymi „hall­ann“ þar til heim er komið. 

Þá seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu, sem hef­ur hannað og fram­leitt hæg­inda­stól­ana La-Z-Boy í ára­fjölda, að þæg­indi eigi ekki að vera á kostnað annarra. 

Yfir 150.000 manns hafa nú þegar skrifað und­ir und­ir­skriftal­ist­ann líkt og fyr­ir­tækið grein­ir frá, en með und­ir­skrift­inni er fólk að „skuld­binda“ sig til að halla ekki sæt­is­bak­inu aft­ur í flugi. Þeir sem skrifa und­ir list­ann eiga þess kost að vinna verðlaun frá fyr­ir­tæk­inu.

Fyr­ir­tækið hvet­ur einnig til þess að sjái farþegi sér ekki annað fært en að halla sæt­inu aft­ur verði sá hinn sami að gera það var­lega og draga það upp aft­ur þegar mat­ur er bor­inn fram. Aft­ur er þeim sem þola ekki að sitja fyr­ir aft­an hallandi sæt­is­bak bent á að sitja t.d. við neyðarút­gang því, af ör­ygg­is­ástæðum, er ekki hægt að halla sæt­un­um aft­ur í röðinni fyr­ir fram­an neyðarút­gang.

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert