Er þetta hinn fullkomni staður fyrir fjarvinnu?

Uppi á Mtatsminda við höfuðborg Georgíu, Tbilisi.
Uppi á Mtatsminda við höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Evgeniy Prokofiev/Unsplash

Spurning er hvort Tbilisi, höfuðborg Georgíu, geti verið ákjósanlegur staður að búa á fyrir starfsmenn í fjarvinnu eða svokallaða „stafræna flakkara“, innan um pólitíska spennu og aukinn framfærslukostnað?

Georgía teygir sig frá Austur-Evrópu til Vestur-Asíu. Löndin sem liggja að landamærum Georgíu eru Tyrkland, Armenía og Aserbaídsjan annars vegar og hins vegar Rússland.

Craig Saueurs skrifar fyrir Euro News um lífið í Georgíu og þá staðreynd að tiltölulega ódýrt sé að lifa í Tbilisi, maturinn sé svakalega góður og gestrisnin ofar öllu öðru.

Hvað annað gæti sá sem sest að erlendis til að starfa í fjarvinnu beðið um?

Rúmlega milljón manna er búsett í Tbilisi í Georgíu.
Rúmlega milljón manna er búsett í Tbilisi í Georgíu. Nikita Ermilov/Unsplash

Þess virði að prófa

Snemma árs 2024 rifu Saueurs og eiginkona hans sig upp með rótum frá Bangkok, þar sem þau höfðu búið í þrettán ár, til þess að flytja til Georgíu. Á meðan mörg lönd innan Evrópu og Asíu hafa reynt að stemma stigu við stafrænum flökkurum hefur Georgía tekið þeim opnum örmum.

Á meðan kaffihús í París og Berlín eru farin að banna fartölvur, heimamenn í Barcelona mótmæla fjölda ferðamanna og aðfluttra og heimamenn í Lissabon eru ósáttir með fjölda stafrænna flakkara sem hafa haft áhrif á leiguverð og kostnað býður Tbilisi fjarstarfsmenn velkomna.

Í hverju hverfi sem horft er til, hvort sem er steinilagðar götur Sololaki eða Veru sem þróast hratt, hafa sprottið upp kaffihús, veitingastaðir og vínbarir. Fjarvinnustarfsmenn halda mikið til á kaffihúsum meðfram aðalgötunni Rustaveli, eða á stöðum eins og Stamba-hótelinu, Fabrika eða Orbeliani Bazaar. 

Samkvæmt Euro News er gott að búa í Tbilisi þrátt …
Samkvæmt Euro News er gott að búa í Tbilisi þrátt fyrir aukinn framfærslukostnað og pólitískan óstöðugleika. Maksim/Unsplash

Hægt er að heimsækja vínekrur nálægt borginni, fara í leikhús eða göngutúr til að ná sólsetrinu við Mtatsminda, sem er á hæð með útsýni yfir borgina. Næturlífið er sagt jafnast á við klúbbana í Berlín. 

Á meðan fjarvinnustarfsmenn njóta þess að lifa og starfa í Tbilisi virðast heimamenn ekki síður kunna að meta síauknar vinsældir borgarinnar, en 80% þeirra sjá nú framtíð landsins sem hluta af Evrópu.

Meðallaun heimamanna í fjölda ára hafa verið um 500 evrur á mánuði og hafa margir hverjir séð tækfæri í að flytja inn á foreldra sína aftur á meðan íbúðum er breytt í leiguíbúðir og mánaðarlaunin tvöfölduð.

Í Georgíu er til orðatiltæki sem segir að sérhver gestur sé gjöf frá Guði. En hugmyndafræðin birtist í daglegum samskiptum heimamanna. 

Í Georgíu er til orðatiltæki sem segir að sérhver gestur …
Í Georgíu er til orðatiltæki sem segir að sérhver gestur sé gjöf frá Guði. Nina Matcharashvili/Unsplash

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert