Prettyboitjokko svakalegur í Selva

Patrik Atlason ásamt kærustu sinni Friðþóru Sigurjónsdóttur, en þau eru …
Patrik Atlason ásamt kærustu sinni Friðþóru Sigurjónsdóttur, en þau eru í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu Patriks. Ljósmynd/Aðsend

Pat­rik Atla­son, sem geng­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Pretty­boitjok­ko, sýn­ir færni sína á skíðum í nýju mynd­skeiði á TikT­ok. Setn­ing­in: „Ertu að tékka þess­ar hreyf­ing­ar, þú átt ekki neitt í þær,“ eins og seg­ir í lagi hans Ann­an Hring, á vel við mynd­skeiðið.

Pat­rik hend­ir í eitt gott fall, eins og sönn­um skíðamanni sæm­ir, enda erfitt að verða góður án þess að detta.

Ástæðan fyr­ir mynd­skeiðinu er sú að fylgj­end­ur Pat­riks hafa und­an­farna daga mikið beðið hann um að sýna skíðastíl­inn – sem er bara ansi flott­ur.

„Ég veit að Frikki Dór er líka í skíðaferð og ég manaði hann til að sýna sinn stíl en hann vildi það ekki,“ seg­ir hann kím­inn.

Móðir Patriks ásamt Friðþóru, kærustu hans.
Móðir Pat­riks ásamt Friðþóru, kær­ustu hans. Ljós­mynd/​Aðsend

Pat­rik er um þess­ar mund­ir í Selva á Ítal­íu með fjöl­skyld­unni og þeys­ir niður brekk­urn­ar, bæði inn­an og utan braut­ar. Hann er á leið upp í stóln­um þegar Smart­land heyr­ir í hon­um.

Mikið af Íslend­ing­um er á svæðinu en veðrið hef­ur verið upp og ofan, að hans sögn. Það hef­ur snjóað tölu­vert en þau hafa fengið tvo sól­ar­daga af fimm í para­dís­inni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjöl­skyld­an dvel­ur í Selva. „Við kom­um hingað síðast fyr­ir tveim­ur árum en mamma og pabbi hafa farið miklu oft­ar. Pabbi þekk­ir staðinn eins og hand­ar­bakið á sér.“

Patrik gengur um göturnar í Selva og leitar að fataverslunum, …
Pat­rik geng­ur um göt­urn­ar í Selva og leit­ar að fata­versl­un­um, en hann er „shopa­holic“ að eig­in sögn. Ljós­mynd/​Aðsend

Spurður um upp­á­haldsstaðinn til skíðaiðkun­ar seg­ir Pat­rik hann vera Courchevel í Frakklandi, sem er part­ur af döl­un­um þrem­ur (Les Trois Vallées) og eitt stærsta, tengda skíðasvæði í heimi. Ástæðan, jú, auðvitað búðirn­ar en ekki brekk­urn­ar. „Ég er sko „shopa­holic“ líka,“ seg­ir Pat­rik. Versl­an­irn­ar hafi verið flott­ar og bær­inn sem þau dvöldu í mjög skemmti­leg­ur.

Pat­rik hef­ur verið á skíðum frá því hann man eft­ir sér og læt­ur vel af ís­lensku skíðasvæðunum, hef­ur farið víða, t.d. á Ak­ur­eyri, Sauðár­krók og vita­skuld í Bláfjöll.

Þá er tími til að kveðja og leyfa Pat­rik að „halda áfram að skína“ í brekk­un­um.

Brugðið á leik.
Brugðið á leik. Ljós­mynd/​Aðsend
Prettyboi hefur verið á skíðum frá því hann var barn.
Pretty­boi hef­ur verið á skíðum frá því hann var barn. Ljós­mynd/​Aðsend
Rómantíkin blómstrar í fjöllunum.
Róm­an­tík­in blómstr­ar í fjöll­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Stund milli stríða. Alltaf gott að stoppa og fá sér …
Stund milli stríða. Alltaf gott að stoppa og fá sér drykk. Ljós­mynd/​Aðsend
Selva á Ítalíu.
Selva á Ítal­íu. Ljós­mynd/​Aðsend
Til í slaginn.
Til í slag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend
Skellt í sjálfu.
Skellt í sjálfu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert