Hefur þú gist í glamúrtjaldinu?

Samsett mynd/Airbnb

Staðsett steinsnar frá Ker­inu í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi á Suður­landi er glamúr­tjald sem hægt er að leigja í gegn­um Airbnb. Þessi teg­und náttstaðar, sem hef­ur orðið æ vin­sælli und­an­farið, má líkja við tjaldgist­ingu með aðstöðu á við hót­el­her­bergi og rúm­lega það.

Hvelf­ing­in er sjö­tíu fer­metr­ar á tveim­ur hæðum og get­ur hýst allt að sex full­orðna gesti, eins og seg­ir í lýs­ing­unni. Í aðal­rými hvelf­ing­ar­inn­ar er stofa með svefn­sófa, svefnsvæði fyr­ir tvo, eld­hús og sal­erni. Á ann­arri hæð er tví­breytt rúm. 

Frá svefnaðstöðu og eld­húsi í aðal­rými er út­sýni út um stór­an, kúpt­an glugga, en af ann­arri hæð er gott út­sýni út um þak­glugg­ann efst á hvefl­ing­unni. 

Hvelf­ing­in er hituð upp með hús­hit­un­ar- og kæli­kerfi. 

Við hvelf­ing­una er stór pall­ur með útigrilli og salt­vatns­potti. Það er því vel hægt að njóta góðra sum­ar­daga úti við í blíðunni sem gjarn­an er í Gríms­nesi. 

Í Gríms­nesi er skemmti­leg­ur átján holu golf­völl­ur á veg­um Golf­klúbbs Önd­verðarness og kjörið að taka hring á vell­in­um. Fyr­ir þá sem eru æv­in­týra­gjarn­ir og létt­ir á fæti má alltaf skella sér upp á Búr­fell, mó­bergsstapa á svæðingu en af­bragðsút­sýni er af toppn­um.

Frá Gríms­nesi er til­tölu­lega stutt til Þing­valla. Þaðan er hægt að fara til Laug­ar­vatns og baða sig í Font­ana. Þá eru Friðheim­ar í Reyk­holti skammt und­an, dýrag­arður­inn Slakki í Laug­ar­ási o.fl. æv­in­týra­legt fyr­ir alla fjöl­skyld­una. 

Svefnrými fyrir tvo á efri hæðinni. Þangað þarf að príla …
Svefn­rými fyr­ir tvo á efri hæðinni. Þangað þarf að príla upp smá stiga. Skjá­skot/​Airbnb
Salernis- og sturtuaðstaða er í tjaldhvelfingunni.
Sal­ern­is- og sturtuaðstaða er í tjald­hvelf­ing­unni. Skjá­skot/​Airbnb

Airbnb

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert