Íslenska „speglahótelið“ við Heklu vekur heimsathygli

Samsett mynd/Instagram

Ísland held­ur áfram að vera vin­sæll ferðamannastaður. Svona byrj­ar grein á ferðavefn­um Tra­vel & Leisure og held­ur áfram með: „Litla eyþjóðin átti metár í ferðaþjón­ustu 2024 með næst­um 2,4 millj­ón­um gesta.“

Það er þó ekki fjöldi ferðamanna á Íslandi sem er aðal­um­fjöll­un­ar­efni grein­ar­inn­ar held­ur nýja lúxus­at­hvarfið við ræt­ur Heklu, ÖÖD Hekla Horizon, sem opn­ar á þessu ári.

Hót­elið sam­an­stend­ur af sjö spegla­hús­um sem ætlað er að vera nær ósýni­leg í lands­lag­inu og tryggja óhindrað út­sýni gesta sem þar dvelja.

Dvöl í hús­un­um gef­ur aðgang að heit­um potti og gufubaði og sum hver eru með einka­út­gáfu af slík­um munaði. Þá er hægt að njóta norður­ljós­anna í hlýj­unni inn­an­dyra í svo­kallaðri „norður­ljósa­stofu“.

Andreas Tiik, einn stofn­enda ÖÖD ásamt bróður sín­um Jaak og Íslend­ing­un­um Arn­ari Jóns­syni og Ingi­björgu Jak­obs­dótt­ur, seg­ir í viðtali við Tra­vel & Leisure að frá upp­hafi hafi verið ein­blínt á að gera hlut­ina öðru­vísi. 

Tiik-bræðurn­ir hafa hannað og reist sam­bæri­leg spegla­hót­el víðs veg­ar um heim­inn.

„Mark­mið okk­ar með ÖÖD Hekla Horizon var að hanna framúrsk­ar­andi norður­ljósa­hót­el þar sem gest­ir geta notið norður­ljós­anna og hins merki­lega fjalls Heklu úr rúm­inu, heita pott­in­um eða norður­ljósa­stof­unni.“

Þá er tekið fram í grein­inni að um þess­ar mund­ir sé virkni norður­ljós­anna að ná ell­efu ára há­marki. Einnig sé hægt að njóta um­hverf­is­ins og heim­sækja nær­liggj­andi svæði; keyra upp á há­lendið eða skoða Háa-, Selja­lands- og Skóga­foss.

Tra­vel & Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert