Vogue fer fögrum orðum um íslenskan mat

Vogue talar sérstaklega um íslenskan snúð og ber sem vaxa …
Vogue talar sérstaklega um íslenskan snúð og ber sem vaxa villt. Unsplash/Samsett mynd

Am­er­íska tísku- og lífs­stíls­tíma­ritið Vogue hef­ur birt grein á vefsíðu sinni um tólf ís­lenska rétti sem fólk verður að smakka í heim­sókn­inni til lands­ins. Tekið er fram í upp­hafi grein­ar­inn­ar að Ísland sé frek­ar þekkt fyr­ir drama­tíska nátt­úru­feg­urð en að fáir hafi nokkra hug­mynd um mat­ar­menn­ingu lands­ins.

„Með fleiri ferðamönn­um sem flykkj­ast til lands­ins þá hef­ur orðið mik­il end­ur­reisn í mat­ar­senu Íslands. Kokk­ar bera fram fersk­an fisk, frjáls lömb og gnægð berja sem vaxa villt um landið,“ seg­ir í um­fjöll­un­inni. Einnig er tekið fram að ís­lensk­ur mat­ur eigi vel heima á meðal mat­ar­borga eins og Kaup­manna­hafn­ar, Stokk­hólms og meira að segja New York.

„Mat­gæðing­ar hafa fundið veit­ingastaði eins og Íslenska bar­inn, Mat­ar­kjall­ar­ann, KOL, Mat og drykk sem nota ís­lensk hrá­efni á frum­leg­an hátt.“

Í grein­inni má finna lista yfir tólf rétti sem fólk verður að prófa. Þeir eru: 

  1. Bæj­ar­ins Beztu
  2. Skyr
  3. Lamba­kjöt
  4. Ís og ost­ar
  5. Há­karl
  6. Rúg­brauð með smjöri
  7. Sjáv­ar­rétt­ir
  8. Hangi­kjöt
  9. Snúður
  10. Svið
  11. Kjötsúpa
  12. Pönnu­kök­ur

Vogue

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert