Uppáhaldshótel Bill Gates á Íslandi vekur athygli

Auðjöfurinn og stofnandi Microsoft, Bill Gates, á sinn uppáhalds náttstað …
Auðjöfurinn og stofnandi Microsoft, Bill Gates, á sinn uppáhalds náttstað hérlendis. Samsett mynd/Instagram

Sam­kvæmt nýju TikT­ok-mynd­skeiði frá Wealth Playground dvel­ur auðkýf­ing­ur­inn og stofn­andi Microsoft, Bill Gates, á hót­el Depl­um þegar hann sæk­ir Ísland heim.

Hót­elsvíta er ekki nóg þegar Gates er ann­ars veg­ar held­ur leig­ir hann allt hót­elið á 30.000 banda­ríkja­dali á nótt­ina eða sem nem­ur um 4,2 millj­ón­um króna á nú­ver­andi gengi. Hót­elið stát­ar af þyrluflug­palli svo hægt er að ferðast þangað í al­gjörri leynd. 

Hót­elið er staðsett í Fljót­un­um á Trölla­skaga á norðan­verðu land­inu. Líkt og seg­ir á heimasíðu hót­els­ins eru þar nota­leg­ar svít­ur, heilsu­lind, veit­ingastaður og leik­svæði, allt með út­sýni til fjalls­hlíðanna og yfir land­flæmið í Fljót­un­um.

Hótel Deplar er í Fljótunum á Tröllaskaga, steinsnar frá Siglufirði.
Hót­el Depl­ar er í Fljót­un­um á Trölla­skaga, steinsnar frá Sigluf­irði. Skjá­skot/​Depl­ar
Í heilsulind hótelsins er inni-útisundlaug með bar.
Í heilsu­lind hót­els­ins er inni-útisund­laug með bar. Skjá­skot/​Depl­ar
Séð yfir heilsulindina.
Séð yfir heilsu­lind­ina. Skjá­skot/​Depl­ar
Hugguleg setustofan.
Huggu­leg setu­stof­an. Skjá­skot/​Depl­ar
Ein af svítum hótelsins.
Ein af svít­um hót­els­ins. Skjá­skot/​Depl­ar
Mínímalísk hönnun heilsulindarinnar. Þar er hægt að bóka nudd og …
Míníma­lísk hönn­un heilsu­lind­ar­inn­ar. Þar er hægt að bóka nudd og jafn­vel fara í jóga­tíma. Skjá­skot/​Depl­ar
Útsýnið úr lauginni við hótelið er stórkostlegt.
Útsýnið úr laug­inni við hót­elið er stór­kost­legt. Skjá­skot/​Depl­ar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert