Hvar er best að versla á Tenerife?

Það er ýmislegt annað á eyjunni en sólbaðsbekkurinn.
Það er ýmislegt annað á eyjunni en sólbaðsbekkurinn. Unsplash/Samsett mynd

Þó að Íslend­ing­ar sæki í eyj­una vin­sælu aðallega fyr­ir sól­ina þá get­ur smá versl­un­ar­ferð líka glatt ansi mikið. Teneri­fe er þó ekki þekkt fyr­ir að vera sér­stök tískup­ara­dís en það er þó hægt að finna flott­an fatnað og hönn­un­ar­vöru þegar leitað er á réttu stöðunum. 

American Vinta­ge í Plaza Del Duque á Adeje-strönd­inni sel­ur æðis­leg­ar ullarpeys­ur sem nýt­ast mun bet­ur þegar heim er komið. American Vinta­ge er einnig þekkt fyr­ir stutterma­boli í öll­um lit­um og heimagalla úr góðum efn­um.

American Vintage selur flotta heimagalla og prjónapeysur meðal annars.
American Vinta­ge sel­ur flotta heimagalla og prjónapeys­ur meðal ann­ars. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Mint er einnig staðsett í Plaza Del Duque en versl­un­in sel­ur vör­ur frá merkj­um eins og Ganni, Gold­en Goose, Isa­bel Mar­ant, Marni, Jacqu­em­us, Stellu McCart­ney og Kenzo. 

Marg­ir þekkja ít­alska tísku­húsið Max Mara en í Plaza Del Duque er lít­il versl­un sem sel­ur ým­is­legt fal­legt frá merk­inu. Þar má finna veg­leg­ar ull­ar­káp­ur, silkiskyrt­ur og bux­ur í stíl og einnig þægi­lega skó sem hægt er að nota í frí­inu. Föt­in frá Max Mara eru flest lífs­stíðar­eign.

Max Mara er meðal annars þekkt fyrir gæðamiklar kápur.
Max Mara er meðal ann­ars þekkt fyr­ir gæðamikl­ar káp­ur. Ljós­mynd/​Unsplash

Bounty sel­ur fatnað og fylgi­hluti frá há­tísku­hús­um eins og Bottega Veneta, Burberry, Chloé, Balenciaga, Gucci, Fendi og svo lengi mætti telja. Versl­un­in er kjör­in fyr­ir þá sem vilja eyða al­vöru pen­ing.

Plaza Del Duque er staðsett á göt­unni C. Londres á Adeje-strönd­inni.

Massimo Dutti er staðsett í Siam Mall en í þeirri versl­un er mikið um þægi­leg hvers­dags­föt eða föt sem henta vel í vinn­una. Litap­all­ett­an er oft fal­leg og klass­ísk og er mikið um brúna, ólífug­ræna, svarta og dökk­bláa liti. 

Zara Home er staðsett í Siam Mall og er upp­á­haldsversl­un margra Íslend­inga í út­lönd­um. Versl­un­in, eins og nafnið gef­ur til kynna, sel­ur ýms­ar vör­ur fyr­ir heim­ilið á góðu verði. 

Fyr­ir þau sem eru að leita að ágæt­is­nær­föt­um geta fundið þau í ít­ölsku und­irfata­versl­un­inni Intim­issimi. Versl­un­in er meðal ann­ars staðsett í Siam Mall. Intim­issimi Uomo sel­ur und­ir­föt og nátt­föt fyr­ir karl­menn.

Siam Mall er staðsett á göt­unni Av. Siam 3 á Adeje-strönd­inni.

Þau sem eru meira að leita að menn­ing­ar­legri upp­lif­un en há­tísku­hús­um geta heim­sótt Merca­do de Nu­estra Sen­ore de África í Santa Cruz. Þar má finna ým­is­legt frá ferskri mat­vöru til hand­gerðra skart­gripa. 

Markaður­inn er staðsett­ur á Av. de San Sebasti­án, 51 í Santa Cruz á Teneri­fe.

Gold­en Mile er gata í hjarta am­er­ísku strand­ar­inn­ar á suður­hluta eyj­unn­ar. Breiðgat­an er rúm­lega 1,5 km löng og þar eru fjöl­breytt­ar versl­an­ir sem selja merki eins og Versace, Dolce & Gabb­ana og Armani. Þar finn­urðu einnig versl­un­ina Zöru og aðrar smá­versl­an­ir sem selja meðal ann­ars tísku- og förðun­ar­vör­ur. Á göt­unni er mikið af skemmti­leg­um veit­inga­stöðum fyr­ir þá sem þurfa hlé frá búðunum.

Gold­en Mile er staðsett á am­er­ísku strönd­inni. 

Centro Comercial El Mira­dor er heill­andi og lít­il versl­un­ar­miðstöð við strönd­ina á Adeje. Hún minn­ir helst á kana­rískt hefðbundið hverfi með þröng­um göt­um og spænsk­um arki­tekt­úr. Þarna finn­urðu sjálf­stæðar versl­an­ir sem selja hönn­un­ar­vöru, sund­föt, leik­föng og hand­gerða minja­gripi. Það er kjörið að heim­sækja Centro Comercial El Mira­dor þegar það þarf hvíld frá sól­inni og fólk vill setj­ast niður og gæða sér á ís­köldu límónaði. 

Staðsett á Playa del Duque, Av. de Bru­selas á Adeje-strönd­inni.

Calle de Castillo er aðal­göngu­gat­an í Santa Cruz og er vin­sæl á meðal ferðamanna og íbúa eyj­unn­ar. Lit­rík gat­an ligg­ur í vest­ur frá Plaza de la Cand­el­aria-torg­inu og í miðjan bæ­inn. Á göt­unni finn­urðu ýms­ar versl­an­ir sem selja ódýr­ari fatnað, íþrótta­föt, tækni- og snyrti­vör­ur.

C. del Castillo, 44-48 í Santa Cruz. 

Calle de Castillo er heillandi gata í Santa Cruz.
Calle de Castillo er heill­andi gata í Santa Cruz. Ljós­mynd/​In­sta­gram

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert