Segja má að stór þáttaskil hafi orðið við opnun nýs hótels á Srí Lanka.
Fyrsta hótelið á eyjunni, sem er einungis starfrækt af konum, opnaði dyr sínar undir lok síðasta árs í þorpinu Kandalama, en með því er stigið stórt skref í að skapa konum atvinnutækifæri.
Hótelið sem ber heitið Amba Yaalu Kandalama er staðsett í miðri mangó-plantekru og liggur nærri árbökkum Kandalama-lónsins.
Hótelið var vígt á dögunum við hátíðlega opnun þar sem fulltrúar stjórnvalda, framámenn í ferðaþjónustu og fleiri fögnuðu þessum merku tímamótum með starfsfólki hótelsins.
Opnun Amba Yaala Kandalama hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, enda er hótelið það fyrsta sinnar tegundar á svæðinu og jákvæð þróun í þá átt að bæta stöðu kvenna á Srí Lanka og á nærliggjandi svæðum.
View this post on InstagramA post shared by Shenelle Rodrigo | Sri Lanka Travel Creator (@sheneller)