Hverjir eru straumarnir í ferðalögum 2025?

Anete Lūsiņa/Unsplash

Fyr­ir­tæki á borð við Airbnb og Book­ing.com hafa tekið sam­an gögn um not­enda­hegðun og fram­virk­ar bók­an­ir til að fá inn­sýn í hvað ein­kenn­ir ferðalög not­enda á þessu ári. Þetta kem­ur fram á BBC Tra­vel.

Þótt ferðamannaiðnaður­inn sé að kom­ast á sama stig og fyr­ir heims­far­ald­ur ger­ir efna­hags­leg óvissa, yf­ir­stand­andi stríð í Úkraínu og Miðaust­ur­lönd­um og vænt­an­leg for­seta­skipti í Banda­ríkj­un­um hlut­ina allt annað en fyr­ir­sjá­an­lega.

Jasmine Bina, for­stjóri Concept Bureau og sér­fræðing­ur í neyt­enda­hegðun, seg­ir að fólk leiti nýrra akk­era. „Ferðalög þar sem megin­áhersl­an er stjörnu­skoðun, róm­an­tík, nostal­g­ía, svefn eða sta­f­ræn afeitrun sýna að fólk leit­ar að ein­hverju sem er stærra en það sjálft.“

Ósjaldan heyrist hið ylhýra Ísland nefnt þegar minnst er á …
Ósjald­an heyr­ist hið yl­hýra Ísland nefnt þegar minnst er á norður­ljós­in. v2osk/​Unsplash

1. Næt­ur­ferðamennska

Næt­ur­ferðamennska, líkt og orðið gef­ur til kynna, nær yfir ferðaupp­lif­un að næt­ur­lagi, allt frá sól­ar­hring­sopn­un safna yfir í sjálflýs­andi strend­ur eða norður­ljósa­ferðir.

Sól­virkni verður hin mesta í ára­tugi á þessu ári sem leiðir af sér að norður­ljós­in ná ákveðnu há­marki. Verðlauna­fyr­ir­tækið Trail­find­ers seg­ir Lapp­land, Lofot­on-eyj­ar í Nor­egi, auk Sval­b­arða og Íslands, bestu áfangastaðina til að ná í skottið á norður­ljós­un­um.

Tranøy í Noregi.
Tranøy í Nor­egi. Vi­dar Nor­dli-Mat­hisen/​Unsplash

2. Ró og friður

Ferðalög sem hafa það að marki að skapa ró hjá ferðalöng­um halda áfram að vera vin­sæl 2025. Hávaði er í brenn­depli eft­ir að skýrsla frá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni met­ur hávaða sem helstu or­sök heilsu­brests í Vest­ur-Evr­ópu.

Ferðalög á borð við „ró­leg­ar flótta­leiðir“ með fram norsku strönd­inni bjóða upp á dvöl í fjar­lægð frá hávaða hvers­dags­lífs­ins, með hljóðvökt­un­ar­stöðvum og lif­andi hávaðaspá sem ber sam­an desíbel við borg­irn­ar New York, Par­ís og London.

Maj­amaja í Hel­skinki-eyja­klas­an­um er einnig sögð kjör­inn áfangastaður til að ná teng­ingu við nátt­úr­una.

3. Ferðalög mæta gervi­greind

Fyr­ir­tæki á borð við Trip Advisor nota gervi­greind­ina til aðstoðar við að setja upp ferðaáætlan­ir fyr­ir ferðir á meðan fjöldi flug­valla slepp­ir papp­írsmiðum og not­ar tækn­ina til að flokka far­ang­ur á skil­virk­ari hátt. 

Á Hyatt-hót­el­um get­ur gervi­greind­ar­rúm fylgst með hjart­slætti gests­ins, hreyf­ing­um og blóðþrýst­ingi til að bjóða upp á meiri þæg­indi og betri næt­ur­svefn.

Það væri nú rómantískt að ferðast um á þessu rúgbrauði …
Það væri nú róm­an­tískt að ferðast um á þessu rúg­brauði með sín­um heitt­elskaða. Dino Reichmuth/​Unsplash

4. End­ur­koma róm­an­tík­ur­inn­ar

Með auk­inni sta­f­rænni væðingu hef­ur svo­kölluð sta­f­ræn kuln­un færst í auk­ana, sér­stak­lega þegar kem­ur að sam­bönd­um fólks. Sam­kvæmt könn­un For­bes Health 2024 er 79% Z-kyn­slóðar­inn­ar, ein­stak­ling­ar fædd­ir um miðjan tí­unda ára­tug­inn og fram til 2012, orðin þreytt á stefnu­mót­um á net­inu. 

Þess vegna hef­ur það færst í auk­ana að ferðafyr­ir­tæki bjóði upp á ferðir fyr­ir ein­stæðinga í leit að fé­lags­leg­um æv­in­týr­um.

Chiwa, Úsbekistan.
Chiwa, Úsbekist­an. Michael Schrei­ber/​Unsplash

5. Utan al­fara­leiðar verður al­menn­ara

Í kjöl­far ört vax­andi ferðamennsku síðasta árs, á heimsvísu, eru mörg ferðafyr­ir­tæki far­in að huga að hvaða or­lofsstaði sé hægt að bjóða upp á sem sam­ræm­ast vin­sæl­um áfanga­stöðum. Í því sam­hengi eru nefnd­ir staðir á borð við Úsbekist­an og eyj­ar við Aust­ur-Afr­íku eins og Zanzi­b­ar og Madaga­sk­ar.

Hjá Airbnb eru áfangastaðirn­ir Milt­on Keynes og East Sus­sex á Englandi meðal vin­sæl­ustu áfangastaða í leit­ar­vél­um síðunn­ar.

6. Meiri kuldi 

Hita­stig á hefðbundn­um áfanga­stöðum við Miðjarðar­hafið held­ur áfram að slá met sem breyt­ir því aðeins hvert fólk vill ferðast. Þeir sem hafa sí­fellt leitað í hlýja áfangastaði, eins og í Suður-Evr­ópu, spyrja sig hvar þeir geti varið frí­inu í meiri kulda. 

Ferðafyr­ir­tækið Scott Dunn sá t.d. 26% aukn­ingu í ferðalög­um til Nor­egs og Finn­lands á síðasta ári og spá­ir því að fleiri ferðamenn leiti á þær slóðir þegar frá líður. Þá hef­ur há­marks­fjöldi bók­ana í safarí-ferðir í gegn­um fyr­ir­tækið færst frá des­em­ber til mars, sem gef­ur einnig mynd af því að lofts­lags­breyt­ing­ar hafi áhrif.

7. Nostal­g­íu­ferðalög

BBC Tra­vel velt­ir upp þeirri spurn­ingu hvort hljóm­sveit­in Oasis og rapp­ar­inn Em­inem, sem verða á tón­leika­ferðalagi 2025, muni hafa sömu áhrif á ferðaþjón­ustu um all­an heim líkt og söng­kon­an Tayl­or Swift gerði á The Eras-tón­leika­ferð sinni.

Globetrend­er kall­ar þró­un­ina „nýtt blóma­skeið“ og bend­ir á að þegar alda­móta­kyn­slóðin kemst á miðjan ald­ur muni ein­stak­ling­ar af þeirri kyn­slóð leita í frí frá óvissu, í átt að at­hvarfi og þægi­legri heimi bernskuminn­inga.

Eminem verður á tónleikaferðalagi 2025 og spurning hvort hann fái …
Em­inem verður á tón­leika­ferðalagi 2025 og spurn­ing hvort hann fái ferðaþjón­ust­una til að taka breyt­ing­um líkt og Tayl­or Swift gerði. VAL­ERIE MACON /AFP
Noel Gallagher, Andy Bell og Liam Gallagher úr Oasis árið …
Noel Gallag­her, Andy Bell og Liam Gallag­her úr Oasis árið 2006. Þeir munu ef­laust kalla fram nostal­g­í­una hjá mörg­um 2025. /Mike Cl­ar­ke/​AFP

BBC Tra­vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert