Birnir þræðir austurrísku Alpana

Birnir Sigurðarson
Birnir Sigurðarson Ljósmynd/Instagram

Tón­list­armaður­inn Birn­ir Sig­urðar­son er stadd­ur í fal­legu vetr­arp­ara­dís­inni Kitz­stein­horn í Kaprun, Aust­ur­ríki. Hann deildi ný­verið skemmti­legri mynd á In­sta­gram þar sem hann er í kláfi á leiðinni í fjallið með barna­vagn­inn með sér, um­vaf­inn snæviþökt­um trjám.

Í færsl­unni spurði hann fylgj­end­ur sína:
Skíðagarp­ar, hvaða skíðasvæði er ykk­ar upp­á­halds? Látið mig vita í at­huga­semd­um.“

Fjöldi þekktra ein­stak­linga svaraði spurn­ing­unni og deildi sín­um upp­á­halds skíðasvæðum.

Tón­list­armaður­inn Logi Pedro sagði að Tinda­stóll í Skagaf­irði væri sitt eft­ir­læt­is svæði. Aron Krist­inn Jónas­son, meðlim­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar Clu­bdub, nefndi Kill­ingt­on Vermont og vin­sæli snjó­brettamaður­inn Rún­ar Pét­ur Hjör­leifs­son nefndi Odds­skarð.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birn­ir (@brn­ir)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert