Þetta eru ókyrrustu flugleiðirnar í Evrópu

Oft gerist ókyrrðin yfir fjalllendi eins og yfir Ölpunum.
Oft gerist ókyrrðin yfir fjalllendi eins og yfir Ölpunum. Bao Menglong/Unsplash

Sam­kvæmt gögn­um frá Flug­mála­stjórn Banda­ríkj­anna (FAA) hafa 37 farþegar og 146 áhafn­ar­meðlim­ir slasast al­var­lega vegna ókyrrðar í lofti á ár­un­um 1999-2023. Þetta kem­ur fram á vef­miðlin­um Euro News.

Ókyrrð í flugi get­ur gerst hvar sem er en það eru ákveðnir þætt­ir sem geta gert hana al­geng­ari en ann­ars. Hvar í Evr­ópu eru þá óró­leg­ustu flug­leiðirn­ar og hvernig eru þær í sam­an­b­urði við rest­ina af heim­in­um?

Ný rann­sókn frá ókyrrðarsíðunni Tur­bli bend­ir á hvaða leiðir í Evr­ópu eru lík­leg­ast­ar til að verða fyr­ir högg­um. Átta af topp tíu ókyrr­ustu leiðunum byrja eða enda í Sviss.

Tur­bli not­ar mæli­kv­arðann EDR til að mæla ókyrrð í lofti, óháð eig­in­leik­um flug­vél­ar­inn­ar. Mæli­kv­arðinn er staðlaður og notaður af Alþjóðaflug­mála­stofn­un­inni (ICAO) og Alþjóðaveður­fræðistofn­un­inni (WMO).

Þær voru ófriðasamastar leiðirnar til og frá Sviss á síðasta …
Þær voru ófriðasam­ast­ar leiðirn­ar til og frá Sviss á síðasta ári. Skjá­skot/​Flig­htconn­ecti­ons

Sæt­is­belt­in spennt!

Ókyrr­ustu leiðirn­ar í Evr­ópu 2024 voru eft­ir­far­andi: 

  • Nice - Genf: EDR 16,07
  • Nice - Zurich: 15,49
  • Mílanó - Zurich: 15,41
  • Mílanó - Lyon: 15,37
  • Nice - Basel: 15,33
  • Genf - Zurich: 15,05
  • Nice - Lyon: 14,99
  • Genf - Fen­eyj­ar: 14,78
  • Lyon - Zurich: 14,74
  • Fen­eyj­ar - Zurich: 14,67

Sam­kvæmt Tur­bli er allt und­ir EDR 20 talið „létt“.

Al­mennt get­ur flug yfir eða ná­lægt fjöll­um orðið fyr­ir ókyrrð vegna þess hvernig vind­ur­inn hitt­ir lands­lagið. Við fjall­lendi get­ur vind­ur­inn leitað upp á við og aft­ur niður eða myndað svo­kallaðar „fjalla­bylgj­ur“, sem or­sak­ast af trufl­un á lá­réttu loft­flæði. Þá geta hita­stig og raki spilað inn í og valdið enn meiri ókyrrð sem skýr­ir m.a. af hverju leiðir yfir And­es­fjöll­in hafa til­hneig­ingu til að vera verri.

Sér­fræðing­ar eru sam­mála um að ókyrrð fari versn­andi vegna lofts­lags­breyt­inga en hins veg­ar eru nú­tíma­flug­vél­ar hannaðar til að tak­ast á við öfga­kennd­ustu ókyrrð án þess að skemm­ast. Flug­vél­ar eru bún­ar háþróuðum veðurrat­sjár­kerf­um til að greina og forðast ókyrrðarsvæði. Hins veg­ar er til eitt­hvað sem heit­ir ókyrrð í tæru lofti sem erfiðara er að greina.

Þá seg­ir að lok­um að besta leiðin til að forðast meiðsli komi til ókyrrðar er að hafa sæt­is­belt­in ávallt spennt.

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert