Þetta eru ókyrrustu flugleiðirnar í Evrópu

Oft gerist ókyrrðin yfir fjalllendi eins og yfir Ölpunum.
Oft gerist ókyrrðin yfir fjalllendi eins og yfir Ölpunum. Bao Menglong/Unsplash

Samkvæmt gögnum frá Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hafa 37 farþegar og 146 áhafnarmeðlimir slasast alvarlega vegna ókyrrðar í lofti á árunum 1999-2023. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Euro News.

Ókyrrð í flugi getur gerst hvar sem er en það eru ákveðnir þættir sem geta gert hana algengari en annars. Hvar í Evrópu eru þá órólegustu flugleiðirnar og hvernig eru þær í samanburði við restina af heiminum?

Ný rannsókn frá ókyrrðarsíðunni Turbli bendir á hvaða leiðir í Evrópu eru líklegastar til að verða fyrir höggum. Átta af topp tíu ókyrrustu leiðunum byrja eða enda í Sviss.

Turbli notar mælikvarðann EDR til að mæla ókyrrð í lofti, óháð eiginleikum flugvélarinnar. Mælikvarðinn er staðlaður og notaður af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO).

Þær voru ófriðasamastar leiðirnar til og frá Sviss á síðasta …
Þær voru ófriðasamastar leiðirnar til og frá Sviss á síðasta ári. Skjáskot/Flightconnections

Sætisbeltin spennt!

Ókyrrustu leiðirnar í Evrópu 2024 voru eftirfarandi: 

  • Nice - Genf: EDR 16,07
  • Nice - Zurich: 15,49
  • Mílanó - Zurich: 15,41
  • Mílanó - Lyon: 15,37
  • Nice - Basel: 15,33
  • Genf - Zurich: 15,05
  • Nice - Lyon: 14,99
  • Genf - Feneyjar: 14,78
  • Lyon - Zurich: 14,74
  • Feneyjar - Zurich: 14,67

Samkvæmt Turbli er allt undir EDR 20 talið „létt“.

Almennt getur flug yfir eða nálægt fjöllum orðið fyrir ókyrrð vegna þess hvernig vindurinn hittir landslagið. Við fjalllendi getur vindurinn leitað upp á við og aftur niður eða myndað svokallaðar „fjallabylgjur“, sem orsakast af truflun á láréttu loftflæði. Þá geta hitastig og raki spilað inn í og valdið enn meiri ókyrrð sem skýrir m.a. af hverju leiðir yfir Andesfjöllin hafa tilhneigingu til að vera verri.

Sérfræðingar eru sammála um að ókyrrð fari versnandi vegna loftslagsbreytinga en hins vegar eru nútímaflugvélar hannaðar til að takast á við öfgakenndustu ókyrrð án þess að skemmast. Flugvélar eru búnar háþróuðum veðurratsjárkerfum til að greina og forðast ókyrrðarsvæði. Hins vegar er til eitthvað sem heitir ókyrrð í tæru lofti sem erfiðara er að greina.

Þá segir að lokum að besta leiðin til að forðast meiðsli komi til ókyrrðar er að hafa sætisbeltin ávallt spennt.

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert