List og leidd hugleiðsla bætir geðheilsuna

Í dökkgrænu herbergi í listagalleríinu Art Museum Manchester er hægt …
Í dökkgrænu herbergi í listagalleríinu Art Museum Manchester er hægt að stunda núvitundarhugleiðslu með því að velja eitt málverk og rýna á það í fimmtán mínútur undir leiddri hugleiðslu. Skjáskot/Instagram

At­höfn­in að staldra við og íhuga eitt­hvað, hvort sem er list, tónlist, skrif eða annað, get­ur gefið hlut­um nýja merk­ingu. Í hröðum, sta­f­ræn­um heimi gef­ur fólk sér sí­fellt minna tæki­færi til að staldra við og njóta, taka þátt eða jafn­vel sjá feg­urðina í hlut­um sem ekki vekja at­hygli við fyrstu sýn.

Í listagalle­rí­inu Manchester Art Gallery, í Bretlandi, er hljóðlátt her­bergi með aðeins þrem­ur mál­verk­um sem er upp­haf geðheil­brigðis­stefnu sem miðar að því að end­ur­heimta glataða at­hygli fólks.

Við hlið galle­rís­ins stend­ur annað galle­rí, L S Lowry, stút­fullt af lista­verk­um þar sem gest­ir streyma um bygg­ing­una jafn upp­tekið og starfs­menn­irn­ir sjálf­ir.

Hluti af nú­vit­und­ar­her­ferð

Í dökk­græna her­berg­inu er þessu öðru­vísi farið þar sem gest­ir sitja í hljóðlátu rým­inu, velja sér eitt mál­verk til að horfa á í allt að fimmtán mín­út­ur á meðan þeir hlusta á leidda hug­leiðslu.

Safn­ráðgjaf­inn Louise Thomp­son seg­ir að rýmið sem kall­ast Room To Bre­athe sé hluti af Mind­ful Muse­um-her­ferðinni og nauðsyn­legt í heimi sem krefst allr­ar at­hygli fólks, hinn­ar miklu auðlind­ar sem mann­eskj­an á.

Und­an­far­in tólf ár hef­ur Thomp­son starfað sem heilsu- og vellíðun­ar­stjóri hjá Manchester-listagalle­rí­inu og þróaði hug­mynd­ina um „meðvitað“ safn. Thomp­son hef­ur rót­tæk­ar skoðanir á að söfn séu ekki ein­ung­is listagalle­rí þar sem mun­ir eru geymd­ir og til sýn­is, held­ur al­menn­ings­rými fyr­ir bætta geðheilsu.

Hún seg­ir söfn­in ekki ein­ung­is fé­lags­lega staði held­ur einnig rými þar sem gest­ir geta hlúð að teng­ingu við sjálfs­mynd sína. „At­höfn­in að læra eyk­ur sjálfs­traust okk­ar, sjálfs­virðingu og sjálfs­álit sem er mik­il upp­örvun fyr­ir geðheils­una.“ Það sem ger­ist einnig á söfn­um er að gest­ir taka eft­ir mun­um sem þar eru sýnd­ir og það, að veita ein­hverju at­hygli, sé horn­steinn nú­vit­und­ar­hug­leiðslu. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert