„Mig langaði alltaf til að skoða Machu Picchu“

Hér stendur Hélène á Palccoyo-fjalli í Perú. Hún er klædd …
Hér stendur Hélène á Palccoyo-fjalli í Perú. Hún er klædd í „Hestapeysu“, eigin hönnun og uppskrift, sem sýnir fimm gangtegundir íslenska hestsins. Ljósmynd/Aðsend

Hé­lè­ne Magnús­son er fransk-ís­lensk­ur prjóna­hönnuður og rek­ur hönn­un­ar­fyr­ir­tækið og ferðaskrif­stof­una Prjóna­kerl­ing ehf. Ný­lega setti hún einnig á lagg­irn­ar hinseg­in prjóna­klúbb, ásamt Lindu Björgu Ei­ríks­dótt­ur, í sam­starfi við Sam­tök­in '78. Frá maí til októ­ber ár hvert er anna­sam­ur tími hjá Hé­lè­ne þegar hún fer í prjóna- og göngu­ferðir hér­lend­is með kon­um alls staðar að úr heim­in­um. Eft­ir að Hé­lè­ne kláraði síðustu prjóna­ferðina í enda októ­ber síðastliðnum fór hún til Perú með yngstu dótt­ur sinni.

„Ég spurði bara hvert hún vildi helst fara af lönd­un­um í Suður-Am­er­íku og niðurstaðan var Perú,“ seg­ir Hé­lè­ne en á aðeins tveim­ur dög­um bókaði hún ferðina fyr­ir þær, pakkaði og græjaði.

Í nóv­em­ber byrj­ar rign­ing­ar­tíma­bil í Perú og þ.a.l hætta á skriðuföll­um svo þær langaði að drífa sig í lok októ­ber.

Mynd af matarmarkaði.
Mynd af mat­ar­markaði. Ljós­mynd/​Aðsend
Í perú, verið er að prjóna brugðnar lykkjur frá röngunni …
Í perú, verið er að prjóna brugðnar lykkj­ur frá röng­unni frek­ar en að prjóna slétt frá rétt­unni og er garnið haldið utan um háls­inn til að halda spennu. Ljós­mynd/​Aðsend

Höfuðborg­in Líma

„Frá Íslandi, flug­um við til höfuðborg­ar­inn­ar Líma þar sem við gist­um í miðbæn­um í gömlu húsi frá Art Deco-tím­an­um, frá byrj­un 20. ald­ar. Við vor­um á hosteli en með eigið her­bergi. Þetta var æðis­legt, allt svo fal­legt.“

Hita­stigið var um tutt­ugu gráður á þeim tíma sem mæðgurn­ar dvöldu þar og mik­ill raki, það var þó kald­ara á kvöld­in.

Þær heim­sóttu lista­safnið í Lima, sem Hé­lè­ne fannst magnað. Safnið er temmi­lega stórt sam­safn list­ar frá ný­lendu­tím­an­um til nú­tím­ans. Þar seg­ir hún þær hafa fengið góða yf­ir­sýn yfir tímaröð og þróun list­ar í Perú; allt frá tím­um fyr­ir valdatíð Inka (precol­umb­i­an), til her­náms Spán­verja og þaðan til nú­tím­ans.

„Við feng­um líka leiðsögu­mann í nokkr­ar klukku­stund­ir í Líma sem fór með okk­ur þar sem „lókall­inn“ er,“ seg­ir Hé­lè­ne og bæt­ir við að merki­legt hafi verið að sjá sam­an­safn af ólík­um bygg­ing­um og mis­mun­andi bygg­ing­ar­stíl. Þá hafi einnig verið mik­ill mun­ur meðal fólks og stétt­ar­skipt­ing í þá veru sem vart þekk­ist hér­lend­is.

„Við heim­sótt­um klaust­ur þar sem geymd­ar eru bæk­ur frá miðöld­um.“ Hé­lè­ne lýs­ir því hvernig bæk­urn­ar eru geymd­ar í hill­um í opnu her­bergi með opna glugga því rak­inn sé það mik­ill og rétt­ur fyr­ir geymslu bók­anna að þær varðveit­ist vel við þessi skil­yrði.

„Svo flug­um við nán­ast strax til Cusco sem er göm­ul höfuðborg Inkanna.“ Borg­in er í um 3.400 metra hæð og sú sjö­unda fjöl­menn­asta í Perú. Hún er staðsett í Sacred Valley í And­es-fjöll­un­um og seg­ir Hé­lè­ne borg­ina hafa verið fal­lega en svo­lítið yfirþyrm­andi vegna sýni­legr­ar sögu bygg­ing­anna, en Spán­verj­ar hernumu borg­ina 1533.

Arequipa-steinn. Arequipa er kölluð Hvíta borgin vegna er byggð með …
Arequipa-steinn. Arequipa er kölluð Hvíta borg­in vegna er byggð með sill­ar-stein­um sem er af­brigði af lípar­íti. Fór­um að skoða námum­ar. Vor­sjalið upp­skrift frá Hé­lè­ne. Ljós­mynd/​Aðsend
Inkaborgin Choquequirao er í rúmlega 3.000 metra hæð.
Inka­borg­in Choqu­equirao er í rúm­lega 3.000 metra hæð. Ljós­mynd/​Aðsend

Inka-borg­in Choqu­equirao

„Mig langaði alltaf til að skoða Machu Picchu,“ seg­ir Hé­lè­ne en þegar hún fór að kynna sér borg­ina fannst henni þetta of mik­ill ferðamannastaður fyr­ir sinn smekk, með um 3.000 gesti á dag, jafn­vel í nóv­em­ber.

Machu Picchu, sem gjarn­an er kölluð týnda Inka­borg­in, er vígg­irt borg Inkanna frá 15. öld, staðsett í sunn­an­verðu Perú. Vegna ferðamanna­straums þangað ákváðu þær mæðgur að gera eitt­hvað öðru­vísi og fóru til Choqu­equirao, borg byggð af Inka-indí­án­um sem einnig er í suður­hluta Perú, með svipaðan arki­tekt­úr og Machu Picchu.

Choqu­equirao er aðeins minni en Machu Picchu en dreif­ist yfir mun stærra svæði. Aðeins er hægt að ganga til borg­ar­inn­ar sem er í rúm­lega 3.000 metra hæð og gang­an nokkuð erfið. En hægt er að taka lest til Macchu Picchu.

Hélène í Choquequirao. „Lopapeysan með hettu „Around the world“.“ Uppskriftin …
Hé­lè­ne í Choqu­equirao. „Lopa­peys­an með hettu „Around the world“.“ Upp­skrift­in í hönn­un Hé­lè­ne. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferðin til Choqu­equirao tók fimm daga. „Við vor­um tvo daga á leiðinni upp að borg­inni, vörðum þar heil­um degi, nán­ast ein­ar, og vor­um svo tvo daga á leiðinni til baka.“ Þær gistu í tjaldi á leiðinni en voru með leiðsögu­mann og þurftu því ekki að bera búnaðinn sjálf­ar. „Það var ótrú­lega heitt á dag­inn en á kvöld­in féll hita­stigið mjög svo lopa­peysa og föður­land var al­gjör­lega málið.“

Leiðsögumaður­inn var sjálf­ur af­kom­andi Inka í gegn­um móður sína og deildi með mæðgun­um sögu þess­ar­ar fornu indí­ána­menn­ing­ar.
„Þetta var æðis­legt.“

Palccoyo-fjallið er einnig kallað regnbogafjallið.
Palccoyo-fjallið er einnig kallað regn­boga­fjallið. Ljós­mynd/​Aðsend

Vefnaður og prjón

Til þess að aðlag­ast hæðinni, fóru þær fyrst í dal­inn Sacred Valley. „Þar fór­um við sér­stak­lega að hitta kon­ur í Chinchero-þorp­inu og skoðuðum vefnað og prjón,“ seg­ir Hé­lè­ne en þar ligg­ur áhugi henn­ar, í vefnaði og að prjóna. „Í þorp­inu er sam­fé­lag kvenna sem hand­prjón­ar, vef­ar og jurtalitar og mun­ur­inn á því sem er ekta og óekta verður svo greini­leg­ur þegar maður hef­ur séð hvernig þær vinna þetta.“

Kon­urn­ar í þorp­inu reyna að viðhalda göml­um hefðum og kenna yngri kon­um hand­bragðið.

Í Cusco ferðuðust þær einnig til Palccoyo-fjalls­ins, eða regn­boga­fjalls­ins, með sína ægi­fögru og marg­litu tinda í um 5.000 metra hæð, sem staðsett er í And­es-fjall­g­arðinum. „Þangað fór­um við bara sjálf­ar og vor­um al­veg ein­ar á svæðinu.“

Hé­lè­ne seg­ir það hafa verið magnaða upp­lif­un og sér í lagi vegna þess að það rigndi alls staðar nema á svæðinu sem þær voru á og aðeins tveim­ur dög­um áður höfðu fjalltopp­arn­ir verið þakt­ir snjó.

Í Chinchero.Kona að prjóna þríbandaprjón.
Í Chinchero.Kona að prjóna þríbanda­prjón. Ljós­mynd/​Aðsend
„Slynging-eye“: „í Chinchero, vefnaður er „slyngdur“ á sama hátt og …
„Slyng­ing-eye“: „í Chinchero, vefnaður er „slyngd­ur“ á sama hátt og göml­um slyng­um ís­lensk­um ílepp­um fyr­ir norðan, en það er mun flókn­ara munst­ur.“ Ljós­mynd/​Aðsend

All­ir karl­arn­ir prjóna

Frá Cusco fóru þær með rútu til Púno, borg­ar í suðaust­ur­hluta Perú, við strönd Titicaca-vatns­ins. Úti á vatn­inu er Taquile-eyja og þar dvöldu þær hjá perúvskri fjöl­skyldu.

„Þar sem við böðuðum okk­ur í vatni, spjölluðum, prjónuðum sam­an og skoðuðum eyj­una. Frá unga aldri, svona fjög­urra til fimm ára, læra all­ir karl­menn á eyj­unni að prjóna. Þegar þeir verða aðeins eldri, eiga þeir að prjóna sér sér­staka húfu á mjög fín­leg­um prjón­um en lit­irn­ir segja til hvort þeir eru á lausu, gift­ir eða í sam­búð“, sem var einkar skemmti­legt að sögn Hé­lè­ne.

Að dvelja inni á fjöl­skyldu seg­ir hún vera eins kon­ar vist­væn­an ferðamáta og ein­staka upp­lif­un. Eng­inn talaði ensku á eyj­unni og fáir spænsku og gátu mæðgurn­ar klórað sig áfram í sam­skipt­um með smá spænskukunn­áttu, blandaðri ís­lensku, ensku, Qu­es­hua (Inka-máli) og tákn­máli. „Ég gat alltaf talað spænsku þar til ég lærði ís­lensku en eft­ir að ég lærði hana þá bland­ast þetta sam­an í höfðinu og end­ar í spænsk-ís­lensk­um orðum eins og „góðas noches“,“ seg­ir hún og hlær.

Alpakkar á ferð á hálendinu.
Alpakk­ar á ferð á há­lend­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Frá Púno ferðuðust mæðgurn­ar með „Hop Peru“-rútu til baka til Líma. „Við stoppuðum í Arequipa og kynnt­um okk­ur bet­ur fram­leiðslu á fín­ustu alpaca- og vicuna-ull­inni.“

Leiðin lá meðfram sjón­um til Parracas. „Við sigld­um til eyja sem eru eins kon­ar „Peru­vi­an galapagos“, rennd­um okk­ur á brett­um í sand­in­um í Huacachina oasis og böðuðum okk­ur í sjón­um.“

Hé­lè­ne seg­ir inn­fædda á þessu svæði hafa verið að vefa og bródera ótrú­leg­an tex­tíl sem er meðal þess elsta og fín­asta í heimi. „Þessa „pre-col­umb­i­an“ tex­tíl­mennigu er best að sjá í Líma og þá sér­stak­lega í tex­tíl­söfn­um í Mira­fl­or­es sem er rík­asta hverfi í höfuðborg­inni með háum nú­tíma­leg­um turn­um, frek­ar óhugn­an­legt hverfi,“ seg­ir hún.

Í lok ferðar gistu mæðgurn­ar í lista­manna­hverf­inu Barr­anco í Líma, hverfi sem er gjör­ólíkt miðborg­inni – staður þar sem Hé­lè­ne á vel heima, í ná­lægð við list­ina.

Andes-fjöllin.
And­es-fjöll­in. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert