Fyrsta lyftulausa skíðasvæðið í ölpunum laðar að skíðabrjálæðinga

Fjallaskíðamennska, þar sem skíðaiðkandinn gengur upp á skíðunum og skíðar …
Fjallaskíðamennska, þar sem skíðaiðkandinn gengur upp á skíðunum og skíðar svo niður, hefur færst í aukana. Á Homeland-svæðinu á Ítalíu eru engar skíðalyftur. Nicolai Berntsen/Unsplah

Skíðasvæðið Home­land í Lomb­ar­dy á Ítal­íu er fyrsta lyftu­lausa skíðasvæðið í Evr­ópu. Alpaþorpið Montespluga, sem er við Home­land-svæðið, er í um tveggja og hálfr­ar klukku­stund­ar akst­urs­fjar­lægð frá Mílanó.

Ferðin upp á skíðasvæðið hefst í Montespluga, sem virk­ar frek­ar eins og drauga­bær sam­kvæmt blaðamanni The Guar­di­an, en vin­sæll skíðabær. Þaðan er gengið upp, en eng­ar orku­frek­ar lyft­ur eru á staðnum né rudd­ar braut­ir, held­ur er áhersl­an á að skíðaiðkend­ur gangi þangað sem snjór­inn er best­ur.

Þeir sem koma á svæðið í fyrsta skipti eru hvatt­ir til að vera með leiðsögu­mann. Hinir sem van­ari eru geta leigt skíða- og bretta­búnað á staðnum og fylgt einni af fjór­tán göngu­leiðum sem í boði eru.

Sérstök skíði eða fjallaskíði eru notuð til að ganga upp …
Sér­stök skíði eða fjalla­skíði eru notuð til að ganga upp og skíða niður. Þau eru létt­ari en venju­leg skíði. Amza Andrei/​Unsplash

Önnur skíðasvæði horfa til Home­land

Tvær leiðir eru „auðveld­ar“, flest­ar eru „miðlungs erfiðar“ og í rest­ina þarf meiri búnað til göng­unn­ar eins og jökla­brodda og fleira. Fyr­ir göng­urn­ar er not­ast við fjalla­skíði sem eru létt­ari en venju­leg skíði og „skinn“ sem fest er und­ir skíðin fyr­ir grip á göng­unni.

Home­land var sett upp árið 2023 af vina­hópi sem í for­svari eru Tomma­so Luzz­ana og Paolo Pichielo, sem reka úti­vist­ar­fé­lag í Mílanó, og Walter Boss, fjall­göngumaður og skíðaleiðsögumaður frá Lecco. 

Ákveðin óvissa rík­ir um ít­ölsk skíðasvæði, en í dag eru 90% fjalls­hlíðanna háð gervisnjó og auk þess eru skíðalyft­ur dýr­ar í rekstri, sam­kvæmt fé­laga­sam­tök­un­um Legambiente. Walter seg­ir í sam­tali við The Guar­di­an að full­trú­ar frá öðrum svæðum á Ítal­íu og í Frakklandi hafi komið til Home­land til að kynna sér fyr­ir­komu­lag svæðis­ins en mik­ill áhugi er á að út­víkka hug­mynd­ina til fleiri skíðasvæða.

Lombardy á Ítalíu.
Lomb­ar­dy á Ítal­íu. Dario Mor­andotti/​Unsplash
Hægt er að komast á ótrúlega staði á fjallaskíðum.
Hægt er að kom­ast á ótrú­lega staði á fjalla­skíðum. Clement Del­haye/​Unsplash
Draumi líkast.
Draumi lík­ast. Clement Del­haye/​Unsplash

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert