Flottustu ódýru hótelin í París

Hotel les Deux Gares, Remix hotel og Hotel Sookie.
Hotel les Deux Gares, Remix hotel og Hotel Sookie. Samsett mynd/Instagram

Á ferðavefn­um Condé Nast Tra­vell­er stend­ur ekki stend­ur á lýs­ing­um á hót­el­her­bergj­um í Par­ís og því hvað gest­ir fá fyr­ir aur­inn. Fyr­ir verð á rúm­góðri svítu með fal­legu út­sýni í ann­arri evr­ópskri borg er hægt að fá „skó­kassa“ í Par­ís með glugga sem snýr út að húsa­sundi.

Ætli ferðamenn að upp­færa gæðin mun það kosta hand­legg­inn. Hins veg­ar, sé bet­ur að gáð, er vel hægt að finna hót­el í Par­ís sem bjóða upp á fal­leg her­bergi á viðráðan­legu verði. Hér á eft­ir eru nefnd nokk­ur þeirra, sem Condé Nast hef­ur upp­lýs­ing­ar um af fyrstu hendi.

La Planque

Hót­elið opnaði fyr­ir ör­fá­um árum og þótti frek­ar bylt­ing­ar­kennt. Fyrr­um íbúðarblokk var breytt í 36 her­bergja hót­el í retro-stíl, af hönnuðunum Dorot­hée Delaye og Dap­hné Desj­eux. Ein­kenni hönn­un­ar­inn­ar er drunga­leg litap­all­etta af kakí, skóg­argrænu, gráu og ryði og fyll­ir hún hvert rými fágaðri fortíðarþrá.

Í and­dyr­inu á jarðhæð, sem áður var sæl­gætis­versl­un, fær­ast lit­irn­ir yfir í brúna og mjúka tóna, jafn­vel út í bleikt. Hót­elið er staðsett í tí­unda hverfi Par­ís­ar­borg­ar.

Herbergin á La Planque eru fremur dökk og hlýleg.
Her­berg­in á La Planque eru frem­ur dökk og hlý­leg. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hotel Sookie

Inn­an um fín­ar hönn­un­ar­versl­an­ir og hippa­búðir í La Mara­is-hverf­inu er skemmti­legt að finna hót­el á borð við Sookie. Líkt og með La Planque sá Dorot­hée Delaye um hönn­un­ina og tókst vel til að halda í sögu­leg­an sjarma hót­els­ins. Stíll­inn er sagður snjall en kera­miklamp­ar og út­skor­inn viður virðast mun dýr­ari en viðráðan­legt verð hót­els­ins gef­ur til kynna. Aft­ur er not­ast við hlýja retrótóna af jarðgræn­um, brún­um og rúst­rauðum.

Inn­an­stokks­mun­irn­ir í setu­stof­unni minna á vör­ur sem hægt er að fá í ein­um af fínni versl­un­un­um í La Mara­is. Hús­gögn úr nátt­úru­leg­um við, drapp­lit­ir og brún­ir tón­ar og heim­il­is­legt sam­bland af bók­um, vínyl­plöt­um og kera­miki.

Innanstokksmunirnir í setustofunni á hotel Sookie minna á fínu verslanirnar …
Inn­an­stokks­mun­irn­ir í setu­stof­unni á hotel Sookie minna á fínu versl­an­irn­ar í La Mara­is. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hotel les Deux Gares

Steinsnar frá Eurost­ar-lest­ar­stöðinni sá Adrien Gloagu­en tæki­færi í að glæða bygg­ingu í Hauss­mann-stíl lífi og gera úr henni hót­el. Hann fékk breska inn­an­húss­hönnuðinn Luke Edw­ard Hall í lið með sér og úr varð hönn­un full gleði með vís­an í hið gamla en einnig spenn­andi nýj­ung­ar. 

Lita­sam­setn­ing­ar eru djarf­ar sem laðaði að at­hygl­ina jafn­vel áður en hót­elið opnaði. Frönsk­um forn­minj­um er tyllt við hliðina á lömp­um frá miðri öld, fern­ing­ar skák­borðs í full­kom­inni and­stæðu við hlé­b­arðasófa­sett og svo aft­ur við vegg­fóður átt­unda ára­tug­ar­ins. Svít­urn­ar á fimmtu hæð bjóða upp á út­sýni sem er sjald­séð í Par­ís.

Stíllinn á Hotel les Deux Gares er „allt í bland“.
Stíll­inn á Hotel les Deux Gares er „allt í bland“. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hotel Rochechou­art

Í átt­unda hverfi Par­ís­ar er Pigalle-hverfið. Þar stend­ur bygg­ing í Art Deco-stíl sem áður var hót­el og heit­ur reit­ur á kvöld­in á Margu­er­ite de Rochechou­art-breiðstræt­inu og laðaði að lista­menn, mennta­menn og fræga fólkið.

Arf­leifð bygg­ing­ar­inn­ar var end­ur­vak­in af Char­lotte de Tonnac og Hugo Sauzay með nú­tíma­legri snert­ingu. Sum fín­ustu upp­runa­legu smá­atriðin fengu að halda sér, allt frá bláu mósaík­gólfi til marm­ara­stig­ans og gler­lyft­unn­ar.

Á efri hæðinni fengu 106 her­bergi haust­leg­an blæ með tón­um af bronsi, járn­kennd­um gul­um, djúp rauðum, brún­um og fjólu­blá­um, ásamt lit­um sem minna á leir. Sacré Cæur blas­ir við úr glugg­um sem snúa norður. 

Útsýnið í sumum herbergja á Hotel Rochechouart er stórbrotið.
Útsýnið í sum­um her­bergja á Hotel Rochechou­art er stór­brotið. Skjá­skot/​In­sta­gram

Rem­ix hotel

Hót­el með þema ní­unda ára­tug­ar­ins og lita­sam­setn­ingu af þung­um og heit­um bleik­um lit­um. Á mott­unni í and­dyr­inu blasa við orðin „for­ever young“ og vísa í sam­nefnd­an smell hljóm­sveit­ar­inn­ar Alp­haville frá 1984. 

Fyr­ir ofan rúm­in í her­bergj­un­um eru neon-ljósa­skilti sem á stend­ur „öskraðu“ og ætti ekki að koma að sök þótt gest­ir verði við beiðninni þar sem her­berg­in eru hljóðein­angruð.

Saar Za­fr­ir Designs sáu um hönn­un hót­els­ins en því er líkt við atriði úr Star Wars þegar stigið er úr lyft­unni á her­berg­is­gang­in­um; loft og gólf er þakið svart-hvítu köfl­óttu mynstri og neon-ljósalína um­lyk­ur her­berg­is­dyrn­ar á gang­in­um. Í þessu hús­næði virðist allt leyfi­legt. Á jarðhæðinni má finna bilj­arð- og fót­bolta­borð, spila­kassa og veit­ingastað með flísa­lagða veggi.

Herbergisganginum á Remix hotel er líkt við senu úr Star …
Her­berg­is­gang­in­um á Rem­ix hotel er líkt við senu úr Star Wars. skjá­skot/​In­sta­gram

Condé Nast Tra­veler

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert