Mest spennandi húsin til leigu á Snæfellsnesi

Það er margt í boði fyrir þá sem vilja heimsækja …
Það er margt í boði fyrir þá sem vilja heimsækja Snæfellsnesið fallega. Samsett mynd

Á leigusíðunni AirBnb eru marg­ar heill­andi eign­ir til leigu, bæði hér á landi og út um all­an heim. Snæ­fellsnesið hef­ur lengi þótt fal­leg­ur og draum­kennd­ur staður og það er mikið til af alls kon­ar bú­stöðum, íbúðum eða smá­um hús­um til leigu þar. 

Sælu­kot er lítið og blá­málað hús í hjarta Stykk­is­hólms. Það er alltaf heill­andi að gista í bæn­um, sér­stak­lega í þessu húsi sem býður upp á dá­sam­legt út­sýni yfir Breiðafjörð. Þetta hús rúm­ar fjóra gesti. 

Sælukot er blámálað og heillandi hús í hjarta Stykkishólms.
Sælu­kot er blá­málað og heill­andi hús í hjarta Stykk­is­hólms. Skjá­skot/​AirBnb
Lítið eldhús þar sem hægt er að matreiða allt það …
Lítið eld­hús þar sem hægt er að mat­reiða allt það helsta. Skjá­skot/​AirBnb

Smá­hraun er staðsett í Helga­fells­sveit á Snæ­fellsnesi steinsnar frá Stykk­is­hólmi. Þarna færðu glæsi­legt út­sýni og er þetta til­val­inn kost­ur fyr­ir fjöl­skyldu­fólk. Í hús­inu eru tvö svefn­her­bergi sem rúma fjóra.

Smáhraun er snyrtilegt og fallegt hús.
Smá­hraun er snyrti­legt og fal­legt hús. Skjá­skot/​AirBnb
Heillandi fyrir fjölskyldur.
Heill­andi fyr­ir fjöl­skyld­ur. Skjá­skot/​Airbnb

Klöpp Lod­ge er glæsi­legt og vandað hús í Eyja- og Mikla­holts­hreppi á Snæ­fellsnesi. Þarna geta átta gest­ir gist í fal­lega inn­réttuðu húsi með stór­glæsi­legu út­sýni til sjáv­ar og fjalla.

Klöpp er glæsilega innréttað hús.
Klöpp er glæsi­lega inn­réttað hús. Skjá­skot/​Airbnb
Húsið er með gistipláss fyrir átta manns.
Húsið er með gistipláss fyr­ir átta manns. Skjá­skot/​Airbnb


Hrís­dal­ur er annað glæsi­lega inn­réttað hús við hesta­rækt á Snæ­fellsnesi. Húsið er með þrem­ur her­bergj­um, saunu og þvotta­vél. Full­komið fyr­ir fjöl­skyld­una.

Hrísdalur er glæsilegt og smekklega innréttað.
Hrís­dal­ur er glæsi­legt og smekk­lega inn­réttað. Skjá­skot/​Airbnb
Hver vill ekki einkasaunu?
Hver vill ekki einkasaunu? Skjá­skot/​Airbnb

Spegla­húsið er lítið en heill­andi hús með heit­um potti. Þarna upp­lif­irðu ró, næði og er ís­lenska nátt­úr­an alltumlykj­andi. Þetta er fyr­ir stóru til­efn­in. Húsið er ekki staðsett á Snæ­fellsnes­inu held­ur nær Borg­ar­byggð en bíltúr á nesið er þó afar mik­il­væg­ur.

Speglahúsið á Snæfellsnesi er heillandi.
Spegla­húsið á Snæ­fellsnesi er heill­andi. Skjá­skot/​AirBnb
Það er ekki slæmt að sofa þarna á veturna.
Það er ekki slæmt að sofa þarna á vet­urna. Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka