Kim Kardashian sleikir sólina í Mexíkó

Kim Kardashian er í þrusuformi.
Kim Kardashian er í þrusuformi. Skjáskot/Instagram

Það væs­ir ekki um raun­veru­leika­stjörn­una og at­hafna­kon­una Kim Kar­dashi­an um þess­ar mund­ir, en hún er stödd í borg­inni San José del Cabo í Mexí­kó ásamt fríðu föru­neyti.  

Kar­dashi­an, sem er 44 ára, er vel þekkt fyr­ir að vera með dýr­an smekk og vel­ur því ávallt það besta sem í boði er. Hún gist­ir á lúx­us­hót­eli í mexí­kósku borg­inni, El Dorado Golf & Beach Club, þar sem nótt­in kost­ar ríf­lega 200 þúsund krón­ur.  

Raun­veru­leika­stjarn­an hef­ur gefið fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram, sem telja hátt í 358 millj­ón­ir, skemmti­lega inn­sýn í ferðalagið og deilt þó nokkr­um mynd­um af sér á bik­iníi ein­um klæða.  

Kar­dashi­an deildi einnig mynd­um af sér ásamt vin­kon­um sín­um, þeim Simo­ne Harouche og Al­i­son Slatter, og yngsta barni sínu, syn­in­um Psalm, en hún á fjög­ur börn með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, rapp­ar­an­um Kanye West.  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert