„Kláraði fyrstu skíðaferðina án þess að brjóta á mér lappirnar“

Það var að sjálfsögðu skálað í kampavín.
Það var að sjálfsögðu skálað í kampavín. Skjáskot/Instagram

Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir, eig­andi kyn­líf­stækja­versl­un­ar­inn­ar Blush, er stödd á Ítal­íu, nán­ar til­tekið í þorp­inu Madonna Di Campiglio, í skíðaferð ásamt unn­usta sín­um, Jakob Fann­ari Han­sen flug­manni, og nokkr­um góðum vin­um.

At­hafna­kon­an, sem var val­in markaðsmann­eskja árs­ins í fe­brú­ar 2022, hef­ur deilt þó nokkr­um mynd­um og mynd­skeiðum frá ferðalag­inu í story á In­sta­gram-síðu sinni og birti meðal ann­ars mynd af þreytt­um fót­um sín­um og sagði:

„Mark­miði ferðar­inn­ar náð - kláraði fyrstu skíðaferðina án þess að brjóta á mér lapp­irn­ar“.

Hjúkket!
Hjúkk­et! Skjá­skot/​In­sta­gram

Gerður Huld og Jakob Fann­ar eru mjög hrif­in af Ítal­íu og hafa ferðast til Evr­ópu­lands­ins oft­ar en einu sinni og oft­ar en tvisvar á síðustu mánuðum.

Jakob Fann­ar fór á skelj­arn­ar í byrj­un júlí­mánaðar í fyrra og bað sinn­ar heitt­elskuðu um borð í báti er sigldi um Garda-vatn, stærsta stöðuvatn Ítal­íu.

Örfá­um mánuðum síðar voru þau mætt aft­ur til Ítal­íu, þá til Mílanó, þar sem þau skelltu sér á leik AC Mil­an og Li­verpool. Verðandi brúðurin nýtti einnig tæki­færið og mátaði nokkra brúðar­kjóla í versl­un í borg­inni, enda er Mílanó ein af há­tísku­borg­um heims.

Vinkonurnar Þorgerður Ólafsdóttir kokkur og Gerður Huld Arinbjarnardóttir taka sig …
Vin­kon­urn­ar Þor­gerður Ólafs­dótt­ir kokk­ur og Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir taka sig vel út í brekk­unni. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert