Falin perla til leigu í Hveragerði

Náttúran umlykur húsið.
Náttúran umlykur húsið.

Um allt land eru spennandi hús, bústaðir eða íbúðir til leigu. Á leigusíðunni AirBnb er mikið framboð svo þau sem eru farin að skipuleggja vetrar-, páska- eða sumarfrí ættu að hafa augun opin. Í Hveragerði er ein falin paradís til leigu.

Húsið er vel staðsett þar sem bæði er stutt í þjónustu og náttúru. Það er með fjórum svefnherbergjum og gistiplássi fyrir tíu manns. Í garðinum er að finna heitan pott og dásamlega verönd þar sem hægt er að sitja og sóla sig þegar það á við.

Stofan er björt og hlýleg.
Stofan er björt og hlýleg.
Það er allt til alls í húsinu og mikil lofthæð …
Það er allt til alls í húsinu og mikil lofthæð í eldhúsi og stofum.
Skemmtileg smáatriði í svefnherbergjum.
Skemmtileg smáatriði í svefnherbergjum.
Heitur pottur og önnur skemmtilegheit.
Heitur pottur og önnur skemmtilegheit.
Veröndin nýtist vel á góðum dögum.
Veröndin nýtist vel á góðum dögum.
Er þetta ekki draumur hvers náttúruunnanda?
Er þetta ekki draumur hvers náttúruunnanda?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert