Staðráðin í að láta ástandið ekki rífa sig niður

Arnar Freyr og Ingibjörg ásamt dætrum sínum.
Arnar Freyr og Ingibjörg ásamt dætrum sínum. Ljósmynd/Harpa Ósk Wium

Fyrr­um landsliðsmenn­irn­ir í körfu­bolta Ingi­björg Jak­obs­dótt­ir og Arn­ar Freyr Jóns­son reka spegla­hót­elið, ÖÖD Hekla Horizon, við Hekluræt­ur sem opn­ar í fe­brú­ar. Hót­elið hef­ur vakið heims­at­hygli og var m.a. fjallað um það á vef Tra­vel & Leisure á dög­un­um. Hug­mynd­in að spegla­hót­el­um um víða ver­öld kem­ur frá ÖÖD Hötels en eig­end­ur þess eru bræðurn­ir Andreas og Jaak Tiik.

Arn­ar Freyr vinn­ur sem flug­um­ferðar­stjóri á Kefla­vík­ur­flug­velli og Ingi­björg kem­ur fram á körfu­bolta­kvöldi kvenna í sjón­varp­inu ásamt því að reka hót­elið og gisti­heim­ili í Grinda­vík, enda með reynslu í ferðamanna­brans­an­um til margra ára.

Það er nóg að gera hjá henni en hún seg­ir bók­an­ir á spegla­hót­elið hrann­ast inn og að næstu mánuðir líti vel út miðað við að eng­ar um­sagn­ir séu til né annað sem staðfesti gæðin, ekki enn alla­vega.

„Það hef­ur mikið að segja að við séum í sam­vinnu við ÖÖD en vörumerkið er þekkt um all­an heim,“ seg­ir Ingi­björg.

Speglahótelið við Heklurætur er skemmtilega hannað og opnar í dag …
Spegla­hót­elið við Hekluræt­ur er skemmti­lega hannað og opn­ar í dag 1. fe­brú­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
Speglahótelið í ljósaskiptunum er draumi líkast.
Spegla­hót­elið í ljósa­skipt­un­um er draumi lík­ast. Ljós­mynd/​Aðsend

Eld­gosið sem breytti öllu

„Við kynnt­umst í gegn­um körfu­bolta,“ byrj­ar Ingi­björg þegar hún hef­ur frá­sögn­ina á því hvernig leiðir þeirra Arn­ars lágu sam­an. Bæði léku þau körfu­bolta hér heima með sín­um heimaliðum, Ingi­björg með Grinda­vík en Arn­ar með Kefla­vík. Þau eru Íslands- og bikar­meist­ar­ar með liðum sín­um, léku fyr­ir landslið Íslands og bjuggu um tíma í Dan­mörku þegar þau voru í at­vinnu­mennsku þar í landi. 

„Við flutt­um heim 2012 eða 2013.“

Frá Dan­mörku lá leiðin til Grinda­vík­ur þar sem þau sett­ust að í þriggja hæða vatnstank sem þau höfðu breytt í þriggja hæða ein­býl­is­hús. „Við bjugg­um þar í fjög­ur ár og eignuðumst fyrsta barnið.“

Þriggja hæða einbýlishús sem hjónin Ingibjörg og Arnar byggðu á …
Þriggja hæða ein­býl­is­hús sem hjón­in Ingi­björg og Arn­ar byggðu á göml­um vatnstanki í Grinda­vík eft­ir að þau fluttu heim frá Dan­mörku. Ljós­mynd/​Aðsend

Þegar þau fjár­festu í stórri lóð í Þór­kötlustaðahverf­inu í Grinda­vík fengu þau gisti­heim­il­is­rétt­indi og leigðu út vatnstank­inn, eða Con­verted Watertower, til ferðamanna.

Hús­næðið sem stóð á lóðinni í Þór­kötlustaðahverfi kall­ast Búðir og er þekkt í Grinda­vík líkt og önn­ur göm­ul hús í hverf­inu. Þau tóku húsið í gegn, rifu það nán­ast niður og byggðu nýtt. „Við eig­um stórt land sem húsið stend­ur á og ætluðum jafn­vel að vera með bú­skap þar í framtíðinni. Við flutt­um inn í það 2021 og vor­um að leggja loka­hönd á verkið þegar bær­inn var rýmd­ur.“ Þar vís­ar Ingi­björg í ör­laga­dag­inn mikla þegar eld­gos í Sund­hnúkagígaröðinni varð til þess að Grind­vík­ing­ar þurftu frá bæn­um að hverfa, 10. nóv­em­ber 2023.

Í auga eldsins. Einbýlishúsið sem Ingibjörg og Arnar byggðu og …
Í auga elds­ins. Ein­býl­is­húsið sem Ingi­björg og Arn­ar byggðu og rauðgló­andi him­inn af völd­um eld­goss í bak­grunni. Ljós­mynd/​Aðsend
Plön Ingibjargar og Arnars breyttust í einni hendingu í nóvember …
Plön Ingi­bjarg­ar og Arn­ars breytt­ust í einni hend­ingu í nóv­em­ber 2023 þegar Grinda­vík var rýmd vegna eld­goss­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Enda­laust þakk­læti

Í einni svip­an tók líf fjöl­skyld­unn­ar mikl­um breyt­ing­um. Í fyrstu dvöldu þau í sum­ar­bú­stað hjá fjöl­skyldu Ingi­bjarg­ar en bæði föður- og móður­fjöl­skyld­an henn­ar eru frá og voru bú­sett í Grinda­vík. Síðan fluttu Ingi­björg og Arn­ar til Kefla­vík­ur með dæt­urn­ar þrjár og fengu at­hvarf á heim­ili for­eldra Arn­ars. 

Spurð seg­ir Ingi­björg breyt­ing­arn­ar hafa gengið upp og ofan. „Við erum auðvitað rosa­lega hepp­in. Tengda­for­eldr­ar mín­ir lánuðu okk­ur hús­næðið sitt og fluttu sjálf í aðra íbúð og fyr­ir það erum við enda­laust þakk­lát. Við get­um senni­lega aldrei borgað til baka góðmennsk­una sem þau hafa sýnt með því að koma okk­ur í ör­uggt skjól og þannig gert okk­ur kleift að halda áfram.“ Miðju­dótt­ir­in sem nú er rúm­lega þriggja ára og var tveggja ára þegar rým­ing­in varð hafi fyrstu sex mánuðina viljað „súpa vatn heima“. Söknuður­inn var mik­ill.

Fjölskyldan á góðri stund. Ingibjörg segir þau ekki getað þakkað …
Fjöl­skyld­an á góðri stund. Ingi­björg seg­ir þau ekki getað þakkað tengda­for­eldr­um sín­um nóg fyr­ir alla þá aðstoð sem þau hafa veitt þeim. Ljós­mynd/​Aðsend

„Draum­ur­inn er auðvitað að geta farið til baka til Grinda­vík­ur en við eig­um þrjár dæt­ur sem eru líka að búa sér til líf og þær þurfa stöðug­leika. Það er ekk­ert sjálf­gefið að rífa þær aft­ur upp með rót­um.“

Á þess­um tíma breytt­ust aðrar áætlan­ir; vatnstankn­um í Grinda­vík sem var í út­leigu til ferðamanna var auðvitað lokað og staðsetn­ing­in fyr­ir spegla­hót­elið, sem átti upp­haf­lega að vera í Grinda­vík, var færð.

„Við vor­um staðráðin að láta ástandið ekki rífa okk­ur niður og gera okk­ur nei­kvæð eða þung­lynd. Við kus­um frek­ar að líta á björtu hliðarn­ar í þess­um aðstæðum og leit­ast eft­ir tæki­fær­um. Þegar ein­ar dyr lokast opn­ast aðrar. Það var alltaf okk­ar hugs­un!“

En af hverju varð Heklu­svæðið fyr­ir val­inu fyr­ir spegla­hót­elið?

„Okk­ar hugs­un var alltaf suður­strönd­in. Heklu­svæðið er frá­bært en svo voru líka for­send­ur ÖÖD fyr­ir­fram gefn­ar sem við í raun kom­um inn í.“

Ingibjörg segist spennt fyrir að vinna meira með ÖÖD Hötels.
Ingi­björg seg­ist spennt fyr­ir að vinna meira með ÖÖD Hötels. Ljós­mynd/​Aðsend
Himinninn er fallegur í morgunsólinni við Heklu.
Him­inn­inn er fal­leg­ur í morg­un­sól­inni við Heklu. Ljós­mynd/​Aðsend

Alin upp við ferðalög inn­an­lands

Ingi­björg seg­ir fjöl­skyld­una mjög dug­lega að ferðast inn­an­lands. „Við Arn­ar eru bæði alin upp við að ferðast inn­an­lands. Við eig­um hjól­hýsi og dvelj­um alltaf í um tíu til tutt­ugu daga á sumri úti á landi,“ seg­ir Ingi­björg en að síðasta sum­arið hafi dag­arn­ir verið rúm­lega fjöru­tíu. 

Hverj­ir eru upp­á­haldsstaðirn­ir inn­an­lands? 

„Vest­f­irðir. Við elsk­um t.d. Þing­eyri, Tálkna­fjörð og sunn­an­verða Vest­f­irði. Svo er auðvitað Þórs­mörk og Land­manna­laug­ar, en það er alltaf að geggjað að koma þangað. Aust­f­irðirn­ir geðveik­ir. Ásbyrgi aust­ur af og Mjóifjörður er geðveik­ur.“ Svo Ingi­björg er nán­ast kom­in hring­inn í kring­um landið þegar hún hef­ur sagt frá upp­á­halds­stöðunum.

Þá bæt­ir hún við: „Þar sem er gott veður á Íslandi er geðveikt að vera.“

„Þar sem er gott veður á Íslandi er geðveikt að …
„Þar sem er gott veður á Íslandi er geðveikt að vera.“ Ljós­mynd/​Aðsend
Ingibjörg segir Vestfirði einn af uppáhaldsstöðum fjölskyldunnar á landinu.
Ingi­björg seg­ir Vest­f­irði einn af upp­á­halds­stöðum fjöl­skyld­unn­ar á land­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Í dag rek­ur fjöl­skyld­an Con­verted Watertower og spegla­hót­elið. Aðsókn­in í það fyrr­nefnda hef­ur þó dalað í kjöl­far nátt­úru­ham­far­anna á Suður­nesj­um. „Turn­inn opnaði aft­ur þegar Grinda­vík var opnuð. Við erum að fá ferðamenn þangað en ekki eins og áður. Þetta rúll­ar á fáum nótt­um,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við að aðsókn­in hafi verið mjög góð fyr­ir rým­ingu bæj­ar­ins. 

Það eru spenn­andi tím­ar framund­an hjá fjöl­skyld­unni með opn­un spegla­hót­els­ins og von til að starf­sem­in út­víkki. „Það eru alltaf eitt­hverj­ar pæl­ing­ar í gangi en við vilj­um koma þessu fyrst í góðan far­veg áður en við för­um að hugsa eitt­hvað lengra,“ seg­ir Ingi­björg að lok­um.

Norðurljósasýning, en hægt er að fylgjast með norðurljósunum úr svokallaðri …
Norður­ljósa­sýn­ing, en hægt er að fylgj­ast með norður­ljós­un­um úr svo­kallaðri norður­ljósa­stofu í spegla­hús­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Í dag rekur fjölskyldan gistiheimilið Converted Watertower og speglahúsin við …
Í dag rek­ur fjöl­skyld­an gisti­heim­ilið Con­verted Watertower og spegla­hús­in við Heklu. Ljós­mynd/​Aðsend
Bókanirnar á speglahótelið hrannast inn og segir Ingibjörg næstu mánuði …
Bók­an­irn­ar á spegla­hót­elið hrann­ast inn og seg­ir Ingi­björg næstu mánuði líta ansi vel út. Ljós­mynd/​Aðsend
Converted Watertower í Grindavík.
Con­verted Watertower í Grinda­vík. Ljós­mynd/​Aðsend
Hugmynd þeirra Ingibjargar og Arnars að breyta vatnstanki í einbýlishús …
Hug­mynd þeirra Ingi­bjarg­ar og Arn­ars að breyta vatnstanki í ein­býl­is­hús á þrem­ur hæðum er al­gjör­lega geggjuð. Ljós­mynd/​Aðsend
Það er nánast eins og gistirýmið og stofan á speglahótelinu …
Það er nán­ast eins og gist­i­rýmið og stof­an á spegla­hót­el­inu séu úti í guðsgrænni nátt­úr­unni. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert