„Borgin leiðir þig á rétta staði“

Elma Dís Árnadóttir starfar í markaðsdeild Play, hefur ferðast víða …
Elma Dís Árnadóttir starfar í markaðsdeild Play, hefur ferðast víða og segir Barcelona eiga sérstakan stað í hjartanu. Samsett mynd/Aðsend

Elma Dís Árna­dótt­ir starfar sem markaðssér­fræðing­ur hjá flug­fé­lag­inu Play og er ótrú­lega ferðaglöð, að eig­in sögn. Spurð um upp­á­halds­borg­ir nefn­ir hún Lissa­bon og Porto í Portúgal, og Pula og Split í Króa­tíu, en þó er ein sem stend­ur upp úr og það er Barcelona.

„Hún á sér­stak­an stað í hjart­anu mínu.“

Elma lýsir Barcelona sem mjög fjölbreyttri borg.
Elma lýs­ir Barcelona sem mjög fjöl­breyttri borg. Ljós­mynd/​Aðsend

Elma var bú­sett í Barcelona í heilt ár og seg­ir borg­ina, í einu orði, vera fjöl­breytta. „Borg­in hef­ur eig­in­lega allt sem mann dreym­ir um á ein­um stað; strend­ur, frá­bær­ar búðir, geggjaðan mat á góðu verði og síðast en alls ekki síst, vina­legt og af­slappað fólk.“ Hún nefn­ir einnig dæmi um fjöl­breytn­ina sem í boði er, t.a.m að leigja bíl og fara á skíði í einn dag eða hoppa í lest og enda í æðis­leg­um strand­bæj­um eins og Ca­stelld­e­fels eða Sit­ges, á aðeins 20-40 mín­út­um.

Hvað kom þér mest á óvart við Barcelona?

„Mis­mun­andi árstíðir! Þegar maður kem­ur frá Íslandi, þar sem árstíðirn­ar eru í raun bara tvær (vetr­ar­veður og smá sum­ar inn á milli, ef maður er hepp­inn), þá var al­gjör draum­ur að upp­lifa al­vöru vor og haust. Það var magnað að sjá trén blómstra á vor­in og síðan breyt­ast í litaða para­dís á haust­in.“

Borgin að komast í haustbúning.
Borg­in að kom­ast í haust­bún­ing. Ljós­mynd/​Aðsend

Að horfa yfir borg­ina í sól­setri

Spurð um upp­á­halds­hverfi nefn­ir Elma fyrst L’Eixample. „Þar er hægt að rölta niður Concell de Cent, risa­stóra og æðis­lega göngu­götu sem ligg­ur alla leið frá Passeig de Gràcia, fal­legri og stórri versl­un­ar­götu, og djúpt inn í L’Eixample-hverfið. Stemn­ing­in og lífið þar er eitt­hvað annað!“

Hún nefn­ir svo Gràcia sem hún seg­ir vera ynd­is­legt hverfi rétt við Parc Güell, eða Gaudí-garðinn.

„Þar er fullt af fal­leg­um „local“ hönn­un­ar­versl­un­um, sjarmer­andi torg til að koma sér vel fyr­ir með vermouth í hönd og auðvitað frá­bær­ir veit­ingastaðir. Það er líka aðeins ró­legra þar en í kjarn­an­um og hef­ur hverfið mjög skemmti­leg­an karakt­er.“

Að grípa sólsetrið frá útsýnisstöðum er eitthvað sem Elma segir …
Að grípa sól­setrið frá út­sýn­is­stöðum er eitt­hvað sem Elma seg­ir ómiss­andi í Barcelona. Ljós­mynd/​Aðsend

Rétt eins og fjöl­breytn­in er mik­il í Barcelona eru þar fjöl­marg­ir fal­leg­ir staðir og söfn sem vert er að skoða, að sögn Elmu.

„Ef þú hef­ur ekki komið áður er auðvitað nauðsyn­legt að sjá Sa­grada familia-kirkj­una og Gaudí-garðinn. Svo mæli ég alltaf með að rölta um Parc de la Ciuta­della, þar er alltaf ynd­is­legt að vera með teppi og jafn­vel hafa með sér smá nesti og bók og koma sér vel fyr­ir. En mitt per­sónu­lega upp­á­hald er að labba upp að Palau Nacional de Montj­uïc. Það er eitt­hvað al­veg ein­stakt við að sitja í tröpp­un­um og horfa yfir borg­ina í sól­setri. Og það sak­ar ekki að taka með sér smá „cava“, bara svona til að full­komna stemn­ing­una!“

Góður dagur á ströndinni.
Góður dag­ur á strönd­inni. Ljós­mynd/​Aðsend
Innan í Sagrada familia-kirkjunni.
Inn­an í Sa­grada familia-kirkj­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Drauma­dag­ur­inn í Barcelona

Drauma­dag­ur­inn hefst á dög­urði en Katlón­ar eru mjög hrifn­ir af slíku, seg­ir Elma. Í Barcelona er fjöldi góðra staða sem bjóða upp á dög­urð og nefn­ir hún dæmi um Milk, Brunch & Cake, Billy Brunch og Brunch and the City.

„Eft­ir það myndi ég stoppa í kaffi, eða jafn­vel drykk, í Joan Miró Parc, sitja úti, njóta og reyna næla mér í smá lit. Svo myndi ég rölta eft­ir Concell de Cent, beygja niður í Sant Ant­oni, kíkja á úti­markaði og svo yfir í El Raval til að gramsa í „second-hand“-búðum.“

Elma var búsett í Barcelona í eitt ár.
Elma var bú­sett í Barcelona í eitt ár. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir búðarrölt seg­ist Elma myndi fá sér sæti á Plaça dels Àng­els, torg­inu fyr­ir fram­an stóra og fal­lega nú­tíma­lista­safnið, og fylgj­ast með hjóla­bretta­köpp­un­um gera „nett trix“ eða bara detta á rass­inn. „Hvort tveggja er jafn­gam­an að horfa á!“ bæt­ir hún við.

„Að sjálf­sögðu myndi ég líka fá mér besta kebab í heimi á Bis­hmillah Keba­bish.“

Elmu fynd­ist mest spenn­andi að enda á rölti í Got­hic-hverf­inu, fá sér góðan tap­as ein­hvers staðar og færa sig nær strönd­inni eða á þak­b­ar í drykk.

„Svo bara sjá hvert kvöldið leiðir mig. Það er nefni­lega það besta við Barcelona, þú þarft ekk­ert að plana of mikið, borg­in leiðir þig á rétta staði!“

Það er ekkert leiðinlegt að versla í Barcelona og segir …
Það er ekk­ert leiðin­legt að versla í Barcelona og seg­ir Elma sér­stak­lega gam­an að gramsa í „second-hand“-búðum. Ljós­mynd/​Aðsend
Rétt eins og fjölbreytnin er mikil í Barcelona eru þar …
Rétt eins og fjöl­breytn­in er mik­il í Barcelona eru þar fjöl­marg­ir fal­leg­ir staðir og söfn sem vert er að skoða, að sögn Elmu. Ljós­mynd/​Aðsend
Rölt um miðbæinn.
Rölt um miðbæ­inn. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka