BBC mælir með Íslandi fyrir svokallaða næturferðamennsku

Mælt er með Íslandi fyrir aðal tískufyrirbrigðið í ferðamannaiðnaðinum: Næturferðamennsku.
Mælt er með Íslandi fyrir aðal tískufyrirbrigðið í ferðamannaiðnaðinum: Næturferðamennsku. Jonatan Pie/Unsplash

„Allt frá eld­fim­um hátíðum til töfr­andi him­ind­ans nátt­úr­unn­ar, áhugi á næt­ur­himn­in­um fer ört vax­andi og næt­ur­ferðamennska verður í tísku árið 2025.“ Svona hefst grein BBC Tra­vel sem fjall­ar um fimm staði sem vert er að heim­sækja 2025, þar á meðal Ísland. 

Book­ing.com gerði könn­un á meðal 27.000 ferðalanga og komst að því að tveir-þriðju íhuga að ferðast til staða með „dekkri næt­ur­himni“ eða minni ljós­meng­un til að upp­lifa stjörnu­böð og fleira í þeim dúr.

BBC fékk höf­und bók­ar­inn­ar 100 Nig­hts of a Li­fetime: The World's Ultima­te Advent­ur­es Af­ter Dark, Stephanie Vermillon, til að finna fimm staði sem eru draum­ur fyr­ir ferðalanga sem huga að næt­ur­ferðamennsku.

Ísland er núm­er eitt á list­an­um og seg­ir Vermillon: „Heppn­ir ferðalang­ar, á rétt­um stað á rétt­um tíma, geta orðið vitni að minni­stæðustu upp­lif­un­um jarðar; norður­ljós­un­um.“

Norður­ljós­in verða til þegar raf­hlaðnar agn­ir frá sólu rek­ast á loft­hjúp jarðar og á meg­in­virkn­in sér stað fyr­ir ofan seg­ulskautið og Ísland er þar í miðri hringiðu. Frá sept­em­ber til apríl er hægt að bera töfr­ana aug­um svo lengi sem ský­in þvæl­ast ekki fyr­ir líkt og seg­ir á BBC. „Ég hef aldrei fengið eins mikla gæsa­húð af nátt­úr­unni eins og þegar sá norður­ljós­in,“ seg­ir Vermillon. „Þú horf­ir á nátt­úr­una dansa.“

Til­hugs­un­in um að bíða norður­ljós­anna úti í brunagaddi vaf­inn í mörg lög af klæðnaði er ef­laust ekk­ert spenn­andi. Hins veg­ar er vel hægt að sitja í heitri nátt­úru­laug og von­ast til að norður­ljós­in láti sjá sig á meðan slakað er á í laug­inni. 

Að lok­um mæl­ir Vermillon ann­ars veg­ar með ION Advent­ure Hotel á Sel­fossi, þar sem hægt er að kom­ast í nátt­úru­laug um­kringdri hrauni með út­sýni á ísi­lögð fjöll­in, og hins veg­ar Hey­dal á Vest­fjörðum, hót­elg­ist­ingu og sveita­bæ þar sem dýr­in eru á vappi allt um kring og nátt­úru­laug­arn­ar eru opn­ar all­an sól­ar­hring­inn.

ION-hótelið á Selfossi. Vermillon mælir með því fyrir næturferðamennsku.
ION-hót­elið á Sel­fossi. Vermillon mæl­ir með því fyr­ir næt­ur­ferðamennsku. Skjá­skot/​In­sta­gram
Heydalur á Vestfjörðum.
Heydal­ur á Vest­fjörðum. Skjá­skot/​In­sta­gram

BBC Tra­vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert