Tryllt fjögurra daga brúðkaup á hálendi Íslands

Alyssa Bonanno og Will Mayer óskuðu þess ekkert heitar en …
Alyssa Bonanno og Will Mayer óskuðu þess ekkert heitar en að halda brúðkaupsveislu sem yrði ekkert lík hinni hefðbundnu veislu. Þau létu drauminn rætast á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Alyssa Bon­anno og Will Mayer ætluðu sér aldrei að halda hefðbundið brúðkaup. Mark­mið þeirra var að gera eitt­hvað nýtt og spenn­andi og velja áfangastað sem vin­ir og fjöl­skylda hefðu ekki komið á áður. Auðvitað varð Ísland fyr­ir val­inu.

„Þetta er einn af upp­á­halds­stöðum okk­ar í heim­in­um, og fólk er alltaf jafn hissa á því.“

Ferðatíma­ritið Condé Nast Tra­veler fjall­ar um ferð Bon­anno og Mayer og 80 gesta í sept­em­ber 2024, allt frá mót­töku­kvöld­verði í Reykja­vík til hvíld­ar­stoppa við fal­lega fossa og svo aft­ur að brúðkaups­deg­in­um með húðflúr­ara og miðnæt­ur­pyls­um.

Alyssa og Will við Skógafoss.
Alyssa og Will við Skóga­foss. Skjá­skot/​In­sta­gram
Alyssa var glæsileg á daginn stóra og fór athöfnin fram …
Alyssa var glæsi­leg á dag­inn stóra og fór at­höfn­in fram ut­an­dyra. Skjá­skot/​In­sta­gram

Til að hafa brúðkaups­dag­inn eins óhefðbund­inn (anti-wedd­ing) og kost­ur var, leituðu þau eft­ir þjón­ustu hjá fyr­ir­tækj­um sem höfðu ekk­ert með brúðkaup að gera, fyr­ir utan þann sem gaf þau sam­an og köku­meist­ar­ann.

Krist­ín Lars­dótt­ir Dahl kvik­mynda­fram­leiðandi var með í för og eins Mirra Elísa­bet Val­dís­ar­dótt­ir, sem leiddi jóga­tíma fyr­ir gesti að morgni stóra dags­ins. Tísku­ljós­mynd­ar­arn­ir Lou­is Brow­ne og Olav Stubberud fylgdu þeim einnig eft­ir. Marg­ir af skipu­lögðum viðburðum ferðar­inn­ar fóru fram inn­an­dyra vegna veðurs. 

Gestir nutu sín í heitu lóni við hótelið í Kerlingarfjöllum …
Gest­ir nutu sín í heitu lóni við hót­elið í Kerl­ing­ar­fjöll­um und­ir dansi norður­ljós­anna. Skjá­skot/​In­sta­gram

Eft­ir nokkra leit að dval­arstað varð hót­el á há­lend­inu fyr­ir val­inu, High­land Base Kerl­ing­ar­fjöll, í um fjög­urra klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá Reykja­vík. 

„Nokkr­um vik­um fyr­ir brúðkaupið skoðuðum við sögu­leg veður­gögn og sáum að það yrðu 80% lík­ur á snjó­komu. Vind­hraði gæti náð 5-22 m/​s og hita­stig gæti fallið í -12 gráður.“ Þá segj­ast hjón­in hafa gefið gest­um upp­lýs­ing­ar um hvernig best væri að klæða sig við slík veður­skil­yrði.

Ferðin byrjaði í Bláa Lón­inu, þaðan var farið til Reykja­vík­ur í kvöld­verð á Hosiló, ein­um af upp­á­halds­stöðum Bon­anno og Mayer, og drykk á Rönt­gen. Síðan var farið á vin­sæla staði í miðbæn­um. Dag­inn eft­ir var hóp­ur­inn sótt­ur og boðið var upp á bakk­elsi frá Brauð & Co. Á leiðinni á áfangastað var stoppað við Gjána, Háa­foss og Hjálp­ar­foss og síðan á Geysi seinnipart­inn. Íslensk­ir leiðsögu­menn fylgdu hópn­um eft­ir.

Gestum bauðst að skella í eitt stykki flúr í veislunni.
Gest­um bauðst að skella í eitt stykki flúr í veisl­unni. Skjá­skot/​In­sta­gram
Inspector Spacetime lék fyrir dansi í veislunni.
Inspector Spacetime lék fyr­ir dansi í veisl­unni. Skjá­skot/​In­sta­gram

Dag­skrá­in dag­ana á eft­ir fól m.a. í sér fjall­göngu og fjalla­hjóla­ferð í Hvera­döl­um. At­höfn­in sjálf fór fram ut­an­dyra og um kvöldið lék ís­lenska bandið Inspector Spacetime fyr­ir gesti. Bon­anno seg­ir þau hafa viljað teng­ingu við nátt­úr­una og þar sem ekki var hægt að hafa borðhald úti við þá voru týnd­ir hraun­mol­ar og gróður úr nær­liggj­andi um­hverfi og notað til að skreyta veislu­borðin.

Í mót­tök­unni fengu gest­ir tæki­færi til að inn­sigla vinátt­una að ei­lífu þar sem Brynj­ar Björns­son húðflúr­ari sat og skreytti þá sem vildu. 

Drauma­dag­ur var að enda kom­inn og hvað gerðist annað en að norður­ljós­in létu sjá sig. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Will Mayer (@will­hmayer)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Will Mayer (@will­hmayer)

Condé Nast Tra­vell­er

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert