Hvert geturðu farið ef þú ætlar að flýja land?

Hvaða stað myndir þú vilja heimsækja.
Hvaða stað myndir þú vilja heimsækja. Samsett mynd

Í kjölfar óveðurs og rauðra viðvarana hafa eflaust margir Íslendingar horft til suðrænna slóða og leitað leiða til að sleppa úr vetrarhörkunni. Hér fyrir neðan má finna fimm sólríka áfangastaði sem bjóða upp á beint flug frá Íslandi.

1. Tenerife, Spánn

Tenerife er óumdeilanlega einn vinsælasti vetrardvalarstaður Íslendinga og margir kalla þessa fögru eyju sitt annað heimili.

Stærsta eyja Kanaríeyja býður upp á fallegar strendur, fjörugt næturlíf, fjölbreytta skemmtigarða og heitt, milt loftslag. Hér má njóta afslöppunar á sólríkum ströndum, fara í gönguferð upp að eldfjallinu Teide eða skella sér í ævintýri í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park.

Á Las Teresitas ströndinni á Tenerife.
Á Las Teresitas ströndinni á Tenerife.

2. Marrakesh, Marakkó

Marrakesh er fjórða stærsta borg Marokkó og einkennist af margvíslegri og ævintýralegri menningu, litríkum markaðstorgum og dásamlegum kryddilmum. Samspil nýrra hverfa og fornra bæjarhluta gefur borginni sérstakann sjarma og maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.

Marrakesh er fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja slaka á í hlýju veðurfari og kynnast framandi menningu.

Úlfvaldar á ströndum Marrakesh.
Úlfvaldar á ströndum Marrakesh. Ljósmynd/Instagram

3. Faro, Portúgal

Portúgalski strandbærinn Faro, sem er höfuðstaður Algarve-héraðs, er oft nefndur griðastaður sóldýrkenda. Nágrennið er stútfullt af gullnum ströndum, ósnortinni náttúru og aðlaðandi strandveitingastöðum. 

Faro er gamall og heillandi bær þar sem saga og menning tvinnast saman við nútímalega strauma. Þetta er tilvalinn staður fyrir fjölskyldur og pör sem vilja rölta um fallegar götur, gæða sér á margréttuðum sjávarréttum eða leigja sér bíl og kanna alla Algarve-ströndina.

4. Orlandó, Flórída

Fátt kallar á sól og skemmtun eins og Orlandó í Flórída, en borgin er heimsfræg fyrir fjölbreytta skemmtigarða svo sem Walt Disney World, Universal Studios og SeaWorld.

Orlando býður upp á hlýtt loftslag nánast allt árið um kring, stórkostlega skemmtun fyrir alla aldurshópa og fjöldann allan af verslunum og veitingastöðum. Hvort sem þú ert á leið með fjölskylduna í ævintýraferð eða vilt einfaldlega drekka í þig sólargeislana, mun Orlandó líklegast standast væntingar.

Disney World Orlando
Disney World Orlando Ljósmynd/Instagram

5. Gran Canaria, Spánn

Gran Canaria stendur ekki langt að baki Tenerife þegar kemur að vinsældum meðal Íslendinga. Eyjan er heimsfræg fyrir heillandi strandbæi, sólríkt veður og fjölbreytta afþreyingarmöguleika.

Ferðafólk kemst auðveldlega um eyjuna með góðu samgöngukerfi og getur valið á milli litskrúðugra markaðstorga, fallegra strandlengja og spennandi skoðunarferða.

Gran Canaria er fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja verja dögunum í sólbaði, upplifa einstaka náttúru og kynnast skemmtilegri menningu á sama tíma.

Fínt að sækja sér smá D-vítamín

Þessir fimm áfangastaðir bjóða upp á kærkomið hlé frá óveðrinu heima. Með beinu flugi og aðeins nokkurra klukkustunda ferðalagi er lítið mál að skipta út snjóskaflinum fyrir sandströnd eða sólríkar borgarferðir – og fá þannig smá D-vítamín frá sólinni fyrir sálina þegar veturinn herðir tökin á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert