Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug frá Tenerife

Flugferðin tók átta tíma en farþegar enduðu ekki heima hjá …
Flugferðin tók átta tíma en farþegar enduðu ekki heima hjá sér. Claudio Schwarz/Unsplash

Rauðu veðurviðvar­arn­ar höfðu áhrif á ým­is­legt síðustu sól­ar­hring­ana og einnig flug­ferðir. Flug­ferð fé­lags­ins Neos endaði á öðrum stað en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir vegna veðurs­ins og var hún mun lengri en áætlað var.

DV grein­ir frá.

Flug­vél­in fór frá Teneri­fe og átti að enda á Ak­ur­eyri. Eft­ir átta tíma í loft­inu og ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til lend­ing­ar, bæði á Ak­ur­eyri og Kefla­vík, lenti vél­in í Glasgow í Skotlandi. Það var mikið klappað þegar vél­in lenti loks­ins.

Farþegi vél­ar­inn­ar sagði stemn­ing­una um borð hafa verið ágæta þrátt fyr­ir lang­an tíma í loft­inu.

„Farþegar voru aðallega hissa á að vél­in hafi lagt af stað frá Teneri­fe í ljósi þess hvernig veðrið var,“ seg­ir farþeg­inn og bæt­ir við að það hafi komið á óvart að ekki hafi tek­ist að lenda í vél­inni á Ak­ur­eyri.

„Við vor­um kom­in það neðarlega og svo komu nokkr­ar vél­ar á eft­ir okk­ur og lentu í Kefla­vík.“

Eft­ir lend­ingu í Glasgow var farþegum komið fyr­ir á hót­eli. Farþeg­inn seg­ir að vel hafi verið hugsað um þá. Enn er óvíst hvenær hóp­ur­inn kemst heim en farþegar bíða átekta eft­ir meiri upp­lýs­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert