Út um allt er kominn í loftið

Nýr upplýsingavefur um útivist á höfuðborgarsvæðinu, Út um allt, er …
Nýr upplýsingavefur um útivist á höfuðborgarsvæðinu, Út um allt, er kominn í loftið.

Nýr upp­lýs­inga­vef­ur um úti­vist á höfuðborg­ar­svæðinu, Út um allt, er form­lega kom­inn í loftið. Á vefn­um er að finna yf­ir­lit og upp­lýs­ing­ar um fjölda úti­vista­svæða og göngu- og hjóla­leiða um allt höfuðborg­ar­svæðið.

Á vefn­um má finna yfir þrjá­tíu úti­vist­ar­svæði og fjöru­tíu göngu- og hjóla­leiðir um allt höfuðborg­ar­svæðið og mun bæt­ast í eft­ir því sem vef­ur­inn þró­ast. Vef­ur­inn er ein­fald­ur í notk­un sýn­ir staðsetn­ingu not­anda á korti í raun­tíma.

Leiðum fylgja gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar, til að mynda um erfiðleika­stig og tíma­lengd, og get­ur not­andi jafn­framt séð eig­in staðsetn­ingu á korti og fylgt leið í raun­tíma. Á síðunni er góð leit­ar­vél og hægt er að sía eft­ir ýms­um breyt­um á borð við sveit­ar­fé­lag, aðstöðu, þjón­ustu og aðgengi. Vef­ur­inn, sem er bæði á ís­lensku og ensku, er sam­starfs­verk­efni SSH og Markaðsstofu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Auk­in hreyf­ing og nýt­ing á græn­um svæðum

„Eitt af leiðarljós­um sókn­aráætl­un­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins er að stuðla að heil­næmu um­hverfi og heil­brigðu lífi. Í því ljósi ákváðum við að þróa og setja upp vandaðan úti­vist­ar­vef sem gef­ur yf­ir­sýn yfir þá fjöl­breyttu úti­vist­ar­mögu­leika sem höfuðborg­ar­svæðið býður upp á. Þeir verða þannig bæði sýni­legri og aðgengi­legri fyr­ir íbúa. Við von­umst inni­lega til að vef­ur­inn stuðli að auk­inni hreyf­ingu, ánægju og nýt­ingu á græn­um svæðum,“ seg­ir Páll Björg­vin Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri SSH.

Páll Björg­vin bend­ir á að Út um allt teng­ist fleiri verk­efn­um sem stuðla að mark­miðum sókn­aráætl­un­ar­inn­ar, til að mynda Kort­lagn­ingu úti­vist­ar­svæða á höfuðborg­ar­svæðinu sem lauk árið 2023. Vef­ur­inn er einnig tengd­ur sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins og þeirri um­fangs­miklu upp­bygg­ingu hjóla- og göngu­stíga sem þar er kveðið á en síðan er hönnuð til að nýta hjóla- og göngu­stíga­net höfuðborg­ar­svæðis­ins til framtíðar.

„Við mun­um nú halda áfram að þróa Út um allt og bæta við leiðum og skemmti­leg­um svæðum. Við hvetj­um alla til þess að nýta sér vef­inn og fara út og njóta nátt­úr­unn­ar sem um­vef­ur höfuðborg­ar­svæðið,“ seg­ir Inga Hlín Páls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Markaðsstofu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Inga Hlín Pálsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson.
Inga Hlín Páls­dótt­ir og Páll Björg­vin Guðmunds­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert