Dreymir þig um að heimsækja rómaðasta kaffhúsið?

Smáatriðin í innviðum kaffihússins gefa staðnum ótrúlegan sjarma.
Smáatriðin í innviðum kaffihússins gefa staðnum ótrúlegan sjarma. Samsett mynd/Instagram

Búdapest, höfuðborg Ung­verja­lands, er ótrú­lega skemmti­leg borg sem má segja að skipt sé í tvennt af ánni Danu­be sem liðast um hana miðja. Áin er sú næst­stærsta í Evr­ópu á eft­ir ánni Volgu og renn­ur í gegn­um tíu lönd. 

Borg­ar­hlut­arn­ir tveir, sitt hvoru meg­in við ána, bera nöfn­in Búda og Pest, Búda vest­an meg­in en Pest aust­an meg­in. Það er ein­mitt aust­an meg­in við ána sem kaffi­húsið New York Café stend­ur, nán­ar til­tekið við Erz­sé­bet-göt­una.

New York Café Budapest er með fjórar stjörnur á Tripadvisor.
New York Café Bu­dapest er með fjór­ar stjörn­ur á Tripa­dvisor. Skjá­skot/​In­sta­gram

Kaffi­húsið end­ur­nýjað í upp­runa­legri mynd

Um ald­ar­mót­in 1900 var kaffi­húsið eitt það vin­sæl­asta á göt­um Búdapest­ar, líkt og fram kem­ur á vefsíðu New York Café. Rit­höf­und­ar og rit­stjór­ar sóttu mikið þangað og áhrifa­mestu dag­blöðunum var stýrt á efri hæð húss­ins.

Eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina fór kaffi­húsið í niðurníðslu, þjónaði um tíma sem íþrótta­vöru­versl­un en hóf aft­ur starf­semi sem kaffi­hús 1954 und­ir nafn­inu Hungária, eða Ung­verja­land.

Það var svo árið 2006 sem kaffi­húsið, sem er í ít­ölsk­um end­ur­reisn­ar­stíl, var gert upp á sinn upp­runa­lega máta. Smá­atriðin í bygg­ing­unni inn­an­verðri eru nær óaðfinn­an­leg.

Svo rómantískt.
Svo róm­an­tískt. Skjá­skot/​In­sta­gram

Í dag er í bygg­ing­unni hót­el­rekst­ur, kaffi­húsið sjálft og bar. Kaffi­húsið stát­ar af mat­seðli með áherslu á aust­ur­ríska-ung­verska mat­ar­gerð; nautag­úllas, vín­arsnit­sel og grillað fois gras, svo eitt­hvað sé nefnt. Þar er einnig að finna fræga eft­ir­rétti eins og Do­bos, tertu sem sam­an­stend­ur af svamp­köku­lög­um með súkkulaðism­jökrems­fyll­ingu og toppaðri með kara­mellu, Zacher, aust­ur­rískri súkkulaðiköku, og Eszter­házy-köku.

Þess má geta að kaffi­húsið er með fjór­ar stjörn­ur á Tripa­dvisor. Þannig má með sanni segja að heim­sókn á kaffi­húsið sé nauðsyn­leg­ur hluti af ferðalag­inu til Búdapest­ar og þar sem aðsókn er gríðarleg er um að gera að at­huga með borðap­ant­an­ir í tíma.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert