Húsið sem vakti heimsathygli er nú til leigu

Stórkostlegur bústaður rétt hjá Reykjavík.
Stórkostlegur bústaður rétt hjá Reykjavík. Samsett mynd

Steinsnar frá Borg­ar­nesi er gull­fal­leg­ur bú­staður til leigu. Bú­staður­inn er málaður í svört­um lit, gluggakarm­arn­ir eru hvít­ir og út­sýnið er hið glæsi­leg­asta yfir sjó­inn. Rut Kára­dótt­ir hannaði húsið sem er til leigu á AirBnb.

Blái lit­ur­inn er ríkj­andi inni í hús­inu og hlý­leik­inn um­vef­ur allt. Í hús­inu eru tvö svefn­her­bergi sem rúma fjóra gesti. Húsið er staðsett und­ir Hafn­ar­fjalli þar sem vana­lega er mjög hvasst en það er ekki raun­in þegar farið er nær sjón­um.

„Það er mjög hvasst und­ir Hafn­ar­fjalli en við feng­um að draga bú­staðinn nær sjón­um þannig að hann er svona und­ir hálf­gerðu barri. Þannig að það er ekki eins hvasst þar,“ sagði Rut í viðtali um bú­staðinn í Smartlandi árið 2017.

Bú­staður­inn vakti heims­at­hygli og birt­ist um­fjöll­un um hann í þýska hönn­un­ar­tíma­rit­inu AD.

Það hefur verið hugsað um hvert einasta smáatriði.
Það hef­ur verið hugsað um hvert ein­asta smá­atriði. Skjá­skot/​AirBnb
Blái liturinn er ríkjandi.
Blái lit­ur­inn er ríkj­andi. Skjá­skot/​AirBnb
Eldhúsið er nógu stórt fyrir þá sem vilja elda góðan …
Eld­húsið er nógu stórt fyr­ir þá sem vilja elda góðan mat og mik­il stemn­ing get­ur mynd­ast við mat­ar­borðið. Skjá­skot/​AirBnb
Það má alveg gleyma sér þarna.
Það má al­veg gleyma sér þarna. Skjá­skot/​AirBnb
Brúnn Chesterfield-sófi er í stofunni.
Brúnn Chesterfield-sófi er í stof­unni. Skjá­skot/​AirBnb
Fjölskyldan getur varið mörgum stundum þarna.
Fjöl­skyld­an get­ur varið mörg­um stund­um þarna. Skjá­skot/​AirBnb
Guðdómlegar flísar og frístandandi baðkar.
Guðdóm­leg­ar flís­ar og frístand­andi baðkar. Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert