Iceland Parliament hótel skorar hátt í erlendu pressunni

Glæsileiki í fyrirrúmi.
Glæsileiki í fyrirrúmi. Samsett mynd/Iceland Parliament Hotels

Ferðavef­ur The Tel­egraph tek­ur sjálf­stætt út hót­el víðs veg­ar um heim. Ice­land Parlia­ment-hót­elið fékk eina slíka út­tekt ekki alls fyr­ir löngu og skoraði níu af tíu mögu­leg­um.

Hót­elið er staðsett á Landsímareitn­um við Aust­ur­völl. Hót­elið, sem hét áður Icelanda­ir Hotels, var opnað í lok des­em­ber 2022. 

Heild­ar­fjöldi her­bergja er 163 og þar er einnig að finna háklassa veit­ingastað, heilsu­lind og al­menn­ings­rými sem prýdd eru nú­tíma­list.

Hótelið er á gamla Landsímareitnum við Austurvöll.
Hót­elið er á gamla Landsímareitn­um við Aust­ur­völl. Skjá­skot/​In­sta­gram

Svona skipt­ist ein­kunna­gjöf­in

Staðsetn­ing: Hót­elið fær tíu í ein­kunn fyr­ir staðsetn­ingu, vita­skuld í ná­lægð við áhrifa­mestu bygg­ingu Íslend­inga; Alþingi. Þá eru nefnd­ir staðir sem eru í um fimm mín­útna göngu­fjar­lægð frá hót­el­inu, eins og Tjörn­in og Harpa.

Stíll: Níu af tíu mögu­leg­um. Húsið hef­ur að geyma mikla sögu og hýsti m.a. skrif­stof­ur fyr­ir stríð og svo var þar fyrsti kvenna­skól­inn starf­rækt­ur, Kvenna­skól­inn í Reykja­vík, en hann var stofnaður 1847 og var á þess­um stað til 1909. Húsið fékk yf­ir­haln­ingu frá ít­alska arki­tekt­in­um Paolo Gi­an­francesco sem starfar fyr­ir THG Arki­tekta, en þó var haldið í upp­runa­legt út­litið.

Anddyri hótelsins.
And­dyri hót­els­ins. Skjá­skot/​In­sta­gram

Þjón­usta og aðstaða: Þetta tvennt fær níu í ein­kunn. Á hót­el­inu er m.a. að finna bar, þvotta­hús, heilsu­lind með sánu og gufubaði, lík­ams­rækt og veit­ingastaðinn Hjá Jóni. The Tel­egraph til­grein­ir sér­stak­lega aðstöðu og inn­rétt­ing­ar í heilsu­lind­inni.

Her­berg­in: Öll her­berg­in eru með kaffi­vélu frá LOR, sér­hönnuðum inn­an­stokks­mun­um, míní-ís­skáp, 400 þráða rúm­föt­um og snyrti­vör­um á baðher­bergj­um. Svít­ur hót­els­ins snúa að Aust­ur­velli og sam­hljóm­ur í dökk­um við og hvítu kera­miki vek­ur sér­staka hrifn­ingu. Í Parlia­ment-svít­unni eru tvö svefn­her­bergi, baðher­bergi, stofa og stór­feng­legt út­sýni yfir borg­ina.

Innan úr einni af svítum hótelsins.
Inn­an úr einni af svít­um hót­els­ins. Skjá­skot/​In­sta­gram

Mat­ur og drykk­ur: Veit­ingastaður hót­els­ins er sagður sér­stak­lega rúm­góður og með fágað yf­ir­bragð. Teleb­ar, sem staðsett­ur er í mót­tök­unni, býður upp á eig­in út­gáfu af klass­ísk­um kokteil­um, auk síðdeg­iste (e. af­ternoon tea) á milli tvö og fimm síðdeg­is. Morg­un­verður hót­els­ins fær góða um­sögn.

Það sem fær lægstu ein­kunn­ina (7/​10): Gæði fyr­ir pen­ing­inn, aðgengi fyr­ir fólk með fötl­un og hvort það sé fjöl­skyldu­vænt.

Gamli kvennaskólinn sem er nú setustofa og eitt af almenningsrýmum …
Gamli kvenna­skól­inn sem er nú setu­stofa og eitt af al­menn­ings­rým­um hót­els­ins. Skjá­skot/​In­sta­gram
Slökunarsvæði Heilsulindarinnar er sérlega falleg. Hún er staðsett í kjallara …
Slök­un­ar­svæði Heilsu­lind­ar­inn­ar er sér­lega fal­leg. Hún er staðsett í kjall­ara hót­els­ins. Skjá­skot/​In­sta­gram

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert