Á Stokkseyri er heillandi þriggja svefnherbergja hús til leigu. Það er auglýst á leigusíðunni AirBnb. Húsið er klætt grábláu bárujárni og er vel staðsett fyrir hin ýmsu ævintýri á Suðurlandi.
Allt er til alls í húsinu fyrir gesti. Útsýnið er hið glæsilegasta úr húsinu sem er staðsett við ströndina. Húsið er innréttað á stílhreinan hátt með ljósri litapallettu sem er róandi fyrir hugann. Þetta er spennandi hús fyrir þá sem eru á leið í fjölskyldufrí.