Setja fjölskylduperluna í Hvalfirði á sölu

Dásamlegt útsýni er úr húsinu.
Dásamlegt útsýni er úr húsinu. Samsett mynd

„Þetta er hús sem við erum svolítið stolt af og er búið að vera í fjölskyldunni í nokkur ár,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir leikstjóri. Húsið sem um ræðir er 75 fm heilsárshús í Hvalfirði, efst í hlíðinni með óhindrað útsýni yfir allan fjörðinn og sól frá morgni til kvölds, þegar hún kýs að láta sjá sig.

Húsið fer nú brátt í sölu og er ásett verð 74 milljónir króna.

Fjölskylda Söru byggði húsið, þrjú systkini ásamt foreldrum þeirra. „Við fórum til Akraness til Trésmiðjunnar Akurs og spurðum hvað við gætum gert fyrir ákveðna upphæð. Úr varð að við gátum byggt 75 fermetra hús,“ útskýrir hún.

„Ég teiknaði húsið. Í því eru tvö herbergi en okkur vantaði þrjú svo það er hægt að útbúa svefnrými í sjónvarpsstofunni.“

Hönnun hefur alltaf verið áhugamál Söru sem er nú að mennta sig í innanhússhönnun. „Ég hef gert upp hús í miðbænum, í London, og er að gera upp hús í Lissabon í Portúgal sem fer af stað í apríl svo ég er alltaf að grúska við þetta,“ segir hún og hlær.

„Mér finnst gaman að vinna með upplifun og hvernig fólki líður í rými. Það hefur alltaf kveikt í mér, hvort sem það er leikhús eða heimili fólks. Ég er að fara dýpra í það á næstunni.“

Það er opið á milli eldhúss og borðstofu.
Það er opið á milli eldhúss og borðstofu. Ljósmynd/Hvalfjord House
Innbúið fellur vel inn í náttúrulegan og sjálfbæran stíl hússins.
Innbúið fellur vel inn í náttúrulegan og sjálfbæran stíl hússins. Ljósmynd/Hvalfjord House
Í húsinu eru munir frá Miðjarðarhafslöndum og Suður-Ameríku sem setja …
Í húsinu eru munir frá Miðjarðarhafslöndum og Suður-Ameríku sem setja skemmtilegan svip á rýmin. Ljósmynd/Hvalfjord House

Mikil lofthæð og leyniherbergi

Hvernig myndirðu lýsa stíl hússins?

„Við erum hálf spænsk og hálf íslensk fjölskylda. Við erum með blöndu af skandinavískri og suður-amerískri hönnun. Ljósin sem hanga yfir borðstofuborðinu eru keypt í Marokkó,“ segir hún.

„Það er líka svolítill miðjarðarhafsstíll. Ég lét bólstra bekkina í eldhúsinu með efni frá Perú.“

Húsið hefur verið í notkun fjölskyldunnar síðustu árin. „Það er eitt leyniherbergi. Við gátum nýtt lofthæðina sem er mikil á framanverðu húsinu og gátum gert herbergi fyrir krakkana til að hafa sitt leyniathvarf. Við erum einnig með risastóran tólf manna pott sem við höfum notið þess að baða okkur í.“

Hún segir húsið vera fullkomið fyrir par.

„Fyrir þau sem vilja vera nálægt bænum, nógu nálægt þjónustu og verslun á Akranesi, en vilja fá frið frá öllu. Þetta er fyrir þau sem þrá að vera á stað sem þeir heyra ekki í neinu nema fuglunum og fá algjöra hvíld.“

Það má nálgast fleiri upplýsingar um húsið á heimasíðu Hvalfjarðarhússins.

Sólin skín allan daginn, þegar hún lætur sjá sig.
Sólin skín allan daginn, þegar hún lætur sjá sig. Ljósmynd/Hvalfjord House
Eldhúsið er skemmtilegt með dökkgrænum glansandi flísum á vegg og …
Eldhúsið er skemmtilegt með dökkgrænum glansandi flísum á vegg og á borðplötu á eyjunni. Ljósmynd/Hvalfjord House
Fjölskyldan byggði húsið saman og hefur eytt þar mörgum stundum.
Fjölskyldan byggði húsið saman og hefur eytt þar mörgum stundum. Ljósmynd/Hvalfjord House
Baðherbergið er hlýlegt og stílhreint.
Baðherbergið er hlýlegt og stílhreint. Ljósmynd/Hvalfjord House
Það eru tvö svefnherbergi í húsinu en einnig er hægt …
Það eru tvö svefnherbergi í húsinu en einnig er hægt að breyta sjónvarpsherberginu í svefnherbergi. Ljósmynd/Hvalfjord House
Heitur pottur fyrir tólf manns.
Heitur pottur fyrir tólf manns. Ljósmynd/Hvalfjord House
Húsið er staðsett aðeins 50 mínútum frá Reykjavík og steinsnar …
Húsið er staðsett aðeins 50 mínútum frá Reykjavík og steinsnar frá Akranesi. Ljósmynd/Hvalfjord House
Sara Martí Guðmundsdóttir er að gera upp íbúð í Lissabon …
Sara Martí Guðmundsdóttir er að gera upp íbúð í Lissabon í Portúgal. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert