Setja fjölskylduperluna í Hvalfirði á sölu

Dásamlegt útsýni er úr húsinu.
Dásamlegt útsýni er úr húsinu. Samsett mynd

„Þetta er hús sem við erum svo­lítið stolt af og er búið að vera í fjöl­skyld­unni í nokk­ur ár,“ seg­ir Sara Martí Guðmunds­dótt­ir leik­stjóri. Húsið sem um ræðir er 75 fm heils­árs­hús í Hval­f­irði, efst í hlíðinni með óhindrað út­sýni yfir all­an fjörðinn og sól frá morgni til kvölds, þegar hún kýs að láta sjá sig.

Húsið fer nú brátt í sölu og er ásett verð 74 millj­ón­ir króna.

Fjöl­skylda Söru byggði húsið, þrjú systkini ásamt for­eldr­um þeirra. „Við fór­um til Akra­ness til Tré­smiðjunn­ar Ak­urs og spurðum hvað við gæt­um gert fyr­ir ákveðna upp­hæð. Úr varð að við gát­um byggt 75 fer­metra hús,“ út­skýr­ir hún.

„Ég teiknaði húsið. Í því eru tvö her­bergi en okk­ur vantaði þrjú svo það er hægt að út­búa svefn­rými í sjón­varps­stof­unni.“

Hönn­un hef­ur alltaf verið áhuga­mál Söru sem er nú að mennta sig í inn­an­húss­hönn­un. „Ég hef gert upp hús í miðbæn­um, í London, og er að gera upp hús í Lissa­bon í Portúgal sem fer af stað í apríl svo ég er alltaf að grúska við þetta,“ seg­ir hún og hlær.

„Mér finnst gam­an að vinna með upp­lif­un og hvernig fólki líður í rými. Það hef­ur alltaf kveikt í mér, hvort sem það er leik­hús eða heim­ili fólks. Ég er að fara dýpra í það á næst­unni.“

Það er opið á milli eldhúss og borðstofu.
Það er opið á milli eld­húss og borðstofu. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Innbúið fellur vel inn í náttúrulegan og sjálfbæran stíl hússins.
Inn­búið fell­ur vel inn í nátt­úru­leg­an og sjálf­bær­an stíl húss­ins. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Í húsinu eru munir frá Miðjarðarhafslöndum og Suður-Ameríku sem setja …
Í hús­inu eru mun­ir frá Miðjarðar­hafslönd­um og Suður-Am­er­íku sem setja skemmti­leg­an svip á rým­in. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se

Mik­il loft­hæð og leyni­her­bergi

Hvernig mynd­irðu lýsa stíl húss­ins?

„Við erum hálf spænsk og hálf ís­lensk fjöl­skylda. Við erum með blöndu af skandi­nav­ískri og suður-am­er­ískri hönn­un. Ljós­in sem hanga yfir borðstofu­borðinu eru keypt í Mar­okkó,“ seg­ir hún.

„Það er líka svo­lít­ill miðjarðar­hafs­stíll. Ég lét bólstra bekk­ina í eld­hús­inu með efni frá Perú.“

Húsið hef­ur verið í notk­un fjöl­skyld­unn­ar síðustu árin. „Það er eitt leyni­her­bergi. Við gát­um nýtt loft­hæðina sem er mik­il á framan­verðu hús­inu og gát­um gert her­bergi fyr­ir krakk­ana til að hafa sitt leyni­at­hvarf. Við erum einnig með risa­stór­an tólf manna pott sem við höf­um notið þess að baða okk­ur í.“

Hún seg­ir húsið vera full­komið fyr­ir par.

„Fyr­ir þau sem vilja vera ná­lægt bæn­um, nógu ná­lægt þjón­ustu og versl­un á Akra­nesi, en vilja fá frið frá öllu. Þetta er fyr­ir þau sem þrá að vera á stað sem þeir heyra ekki í neinu nema fugl­un­um og fá al­gjöra hvíld.“

Það má nálg­ast fleiri upp­lýs­ing­ar um húsið á heimasíðu Hval­fjarðar­húss­ins.

Sólin skín allan daginn, þegar hún lætur sjá sig.
Sól­in skín all­an dag­inn, þegar hún læt­ur sjá sig. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Eldhúsið er skemmtilegt með dökkgrænum glansandi flísum á vegg og …
Eld­húsið er skemmti­legt með dökk­græn­um glans­andi flís­um á vegg og á borðplötu á eyj­unni. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Fjölskyldan byggði húsið saman og hefur eytt þar mörgum stundum.
Fjöl­skyld­an byggði húsið sam­an og hef­ur eytt þar mörg­um stund­um. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Baðherbergið er hlýlegt og stílhreint.
Baðher­bergið er hlý­legt og stíl­hreint. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Það eru tvö svefnherbergi í húsinu en einnig er hægt …
Það eru tvö svefn­her­bergi í hús­inu en einnig er hægt að breyta sjón­varps­her­berg­inu í svefn­her­bergi. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Heitur pottur fyrir tólf manns.
Heit­ur pott­ur fyr­ir tólf manns. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Húsið er staðsett aðeins 50 mínútum frá Reykjavík og steinsnar …
Húsið er staðsett aðeins 50 mín­út­um frá Reykja­vík og steinsnar frá Akra­nesi. Ljós­mynd/​Hval­fjord Hou­se
Sara Martí Guðmundsdóttir er að gera upp íbúð í Lissabon …
Sara Martí Guðmunds­dótt­ir er að gera upp íbúð í Lissa­bon í Portúgal. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert