Draumaveröld til leigu í Kjós

Dásamlegt hús sem náttúran umlykur í Kjós.
Dásamlegt hús sem náttúran umlykur í Kjós. Samsett mynd

Í Kjós­ár­hreppi má finna stór­glæsi­legt leyni­hús til skamm­tíma­leigu. Húsið er aug­lýst sem fjalla­skáli og býður upp á margt svo fólk geti átt ró­leg­ar stund­ir fjarri öllu heims­ins áreiti.

Húsið er stórt og er kjörið fyr­ir stærri fjöl­skyld­ur eða vina­hópa. Í hús­inu eru fjög­ur svefn­her­bergi og rúm­ar tíu gesti. 

Sveita­stíll­inn er alls­ráðandi er húsið inn­réttað í mikl­um við, þung­um hús­gögn­um og loðnum tepp­um og púðum. Stór­ir glugg­ar hleypa þó mik­illi birtu inn á móti. Húsið er hlý­legt og gest­ir upp­lifa ekta ís­lenska sveita­stemn­ingu.

Stór nuddpott­ur er á lóðinni og einnig hug­leiðslu­her­bergi. Gest­ir sem eru fyr­ir mikla hreyf­ingu ættu að geta fundið hana á fót­bolta- og körfu­bolta­vell­in­um eða í aparól­unni.

Rúmgóð og hlýleg stofa.
Rúm­góð og hlý­leg stofa. Skjá­skot/​AirBnb
Opið er úr eldhúsi í borðstofu og stofu.
Opið er úr eld­húsi í borðstofu og stofu. Skjá­skot/​AirBnb
Hvað er betra en arineldur á köldu kvöldi?
Hvað er betra en ar­in­eld­ur á köldu kvöldi? Skjá­skot/​AirBnb
Smekklegt baðherbergi.
Smekk­legt baðher­bergi. Skjá­skot/​AirBnb
Ekta sveitastíll er í húsinu.
Ekta sveita­stíll er í hús­inu. Skjá­skot/​AirBnb
Útisvæðið er líka skemmtilegt.
Úti­svæðið er líka skemmti­legt. Skjá­skot/​AirBnb
Það má borða úti í góðu veðri.
Það má borða úti í góðu veðri. Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka