Í Kjósárhreppi má finna stórglæsilegt leynihús til skammtímaleigu. Húsið er auglýst sem fjallaskáli og býður upp á margt svo fólk geti átt rólegar stundir fjarri öllu heimsins áreiti.
Húsið er stórt og er kjörið fyrir stærri fjölskyldur eða vinahópa. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og rúmar tíu gesti.
Sveitastíllinn er allsráðandi er húsið innréttað í miklum við, þungum húsgögnum og loðnum teppum og púðum. Stórir gluggar hleypa þó mikilli birtu inn á móti. Húsið er hlýlegt og gestir upplifa ekta íslenska sveitastemningu.
Stór nuddpottur er á lóðinni og einnig hugleiðsluherbergi. Gestir sem eru fyrir mikla hreyfingu ættu að geta fundið hana á fótbolta- og körfuboltavellinum eða í aparólunni.