Fimmtán ferðaráð sem allir ættu að þekkja

Það er gaman að ferðast og margt að sjá en …
Það er gaman að ferðast og margt að sjá en athyglin verður einnig að vera til staðar. Michel Stockman/Unsplash

Þegar farið er í frí þá er vilji til að leggja allt til hliðar og jafn­vel slökkva á heil­a­starf­sem­inni, verða pínu­lítið kæru­laus. Það er í lagi að slaka á en at­hygl­in verður að vera til staðar. Þegar næsta ferð er plönuð er gott að kynna sér e.f. ferðaráð sem koma fram á síðu Worldpackers.

1. Ekki vera með áber­andi skart­gripi

Sam­kvæmt Worldpackers er það leið til að gera sig meira áber­andi fyr­ir þá sem hafa hugsað sér gott til glóðar­inn­ar.

2. Drekkið í hófi

Eitt mik­il­væg­asta ferðaráðið og á það vita­skuld við um áfengi. Að vera á nýj­um stað eyk­ur lík­urn­ar á að týn­ast eða enda í hverfi sem er ekki það ákjós­an­leg­asta. Fólk sem er sjá­an­lega drukkið set­ur sig í meiri hættu en ann­ars. Hafið aug­un á drykkn­um, alltaf.

3. Skyn­semi varðandi pen­inga

Gullna regl­an er að hafa ekki of mikið reiðufé á sér og fara frek­ar í hraðbanka þegar upp á vant­ar. Þá er gott að nota hraðbanka við bank­ana sjálfa því ólík­legra er að svindlar­ar hafi átt við þá.

Ekki geyma allt reiðufé og greiðslu­kort á ein­um stað.

Það er um að gera að þekkja algeng svindl á …
Það er um að gera að þekkja al­geng svindl á þeim áfangastað sem farið er til. Vla­dyslav Lyt­vys­hchen­ko/​Unsplash

4. Var­ist al­gengu svind­lin

Auðvelt er að verða sér úti um upp­lýs­ing­ar um hver al­geng­ustu svind­lin eru á þeim áfangastað sem farið er til.

5. Neyðar­núm­er

Gott er að vista neyðar­núm­er í sím­an­um og eins að hafa síma­núm­er sendi­ráðsins sem þjón­ar áfangastaðnum sem farið er til.

Töskulásar.
Tösk­ulás­ar. Mario Scheibl/​Unsplash

6. Rétta task­an

Fjár­festið í tösku sem er ör­ugg­ari en hand­taska. Það gæti verið t.d. mittis­veski.

7. Ferðalás­ar

Mælt er með ferðalás á tösk­una hvar sem er og hvenær sem er, en þannig má forðast að óprúttn­ir aðilar slæðist í inni­haldið þegar task­an er lögð til hliðar t.d. á veit­ingastað.

8. Af­rit af skil­ríkj­um

Vega­bréfið er auðvitað það mik­il­væg­asta. Sé vega­bréf­inu stolið er voðinn vís, ekki nema búið sé að verða sér út um ra­f­rænt ein­tak af því.

9. Bland­ist í hóp­inn

Ein­fald­lega forðast að líta út eins og „túristi“, sem get­ur kannski reynst erfitt. Það má hins veg­ar ým­is­legt gera til að virka minna „túrist­a­leg­ur“, eins og að stíga af göt­unni og inn á kaffi­hús ef skoða á kort af staðnum.

Það er ekkert vitlaust að hafa afrit af vegabréfinu.
Það er ekk­ert vit­laust að hafa af­rit af vega­bréf­inu. Spencer Dav­is/​Unsplash

10. Viður­kennd­ir leigu­bíl­stjór­ar

Gott er að at­huga hvaða leigu­bíla­fyr­ir­tæki eru starf­andi á viðkom­andi stað og aðeins að nota viður­kennda þjón­ustu. Þá er mælt sér­stak­lega með að skoða merk­ing­ar á Uber- og Lyft-bíl­um og skil­ríki öku­manna áður en þegið er far með þeim.

11. Láta vita af sér

Þótt frí­inu sé ef­laust ætlað til þess að fá frí frá fólk­inu heima á skeri er ekk­ert að því að láta vita af sér reglu­lega. Jafn­vel að ann­ar aðili fái veður af ferðaplön­um og hót­elg­ist­ing­um ef eitt­hvað skyldi koma upp á.

12. Ráð frá heima­mönn­um

Spyrj­ist fyr­ir á hót­el­inu, t.d. hvaða hverfi á að forðast o.s.frv. Spyrjið meira en minna.

Reynið að blandast umhverfinu. Ekki vera of „túristaleg“.
Reynið að bland­ast um­hverf­inu. Ekki vera of „túrist­a­leg“. Alicia Steels/​Unsplash

13. Smá­for­rit 

Það er mikið til af smá­for­rit­um ætluðum til að aðstoða við ör­yggi ferðamanna, for­rit eins og Si­tata, sem vís­ar á næsta spít­ala eða gef­ur upp­lýs­ing­ar um al­geng svindl á áfangastað.

14. At­hygli

Þótt heil­a­starf­sem­in þurfi líka frí þá er um að gera að hafa at­hygl­ina í lagi, veita því eft­ir­tekt hvað er að ger­ast í nærum­hverf­inu, sér­stak­lega ef fólk er eitt á ferðalagi.

15. Treystu inn­sæ­inu

Ef staður, aðstæður eða fólk læt­ur þér líða ein­kenni­lega þá er mjög lík­lega ástæða fyr­ir því. Oft veit­ir inn­sæið hlut­um at­hygli sem við erum ekki fullmeðvituð um. Það er um að gera að hlusta á inn­sæið.

Gott er að leita til afgreiðslunnar á hótelinu til að …
Gott er að leita til af­greiðslunn­ar á hót­el­inu til að fá ráð varðandi nærum­hverfið. Febri­an Zak­aria/​Unsplash

Worldpackers

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert