Þegar farið er í frí þá er vilji til að leggja allt til hliðar og jafnvel slökkva á heilastarfseminni, verða pínulítið kærulaus. Það er í lagi að slaka á en athyglin verður að vera til staðar. Þegar næsta ferð er plönuð er gott að kynna sér e.f. ferðaráð sem koma fram á síðu Worldpackers.
Samkvæmt Worldpackers er það leið til að gera sig meira áberandi fyrir þá sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar.
Eitt mikilvægasta ferðaráðið og á það vitaskuld við um áfengi. Að vera á nýjum stað eykur líkurnar á að týnast eða enda í hverfi sem er ekki það ákjósanlegasta. Fólk sem er sjáanlega drukkið setur sig í meiri hættu en annars. Hafið augun á drykknum, alltaf.
Gullna reglan er að hafa ekki of mikið reiðufé á sér og fara frekar í hraðbanka þegar upp á vantar. Þá er gott að nota hraðbanka við bankana sjálfa því ólíklegra er að svindlarar hafi átt við þá.
Ekki geyma allt reiðufé og greiðslukort á einum stað.
Auðvelt er að verða sér úti um upplýsingar um hver algengustu svindlin eru á þeim áfangastað sem farið er til.
Gott er að vista neyðarnúmer í símanum og eins að hafa símanúmer sendiráðsins sem þjónar áfangastaðnum sem farið er til.
Fjárfestið í tösku sem er öruggari en handtaska. Það gæti verið t.d. mittisveski.
Mælt er með ferðalás á töskuna hvar sem er og hvenær sem er, en þannig má forðast að óprúttnir aðilar slæðist í innihaldið þegar taskan er lögð til hliðar t.d. á veitingastað.
Vegabréfið er auðvitað það mikilvægasta. Sé vegabréfinu stolið er voðinn vís, ekki nema búið sé að verða sér út um rafrænt eintak af því.
Einfaldlega forðast að líta út eins og „túristi“, sem getur kannski reynst erfitt. Það má hins vegar ýmislegt gera til að virka minna „túristalegur“, eins og að stíga af götunni og inn á kaffihús ef skoða á kort af staðnum.
Gott er að athuga hvaða leigubílafyrirtæki eru starfandi á viðkomandi stað og aðeins að nota viðurkennda þjónustu. Þá er mælt sérstaklega með að skoða merkingar á Uber- og Lyft-bílum og skilríki ökumanna áður en þegið er far með þeim.
Þótt fríinu sé eflaust ætlað til þess að fá frí frá fólkinu heima á skeri er ekkert að því að láta vita af sér reglulega. Jafnvel að annar aðili fái veður af ferðaplönum og hótelgistingum ef eitthvað skyldi koma upp á.
Spyrjist fyrir á hótelinu, t.d. hvaða hverfi á að forðast o.s.frv. Spyrjið meira en minna.
Það er mikið til af smáforritum ætluðum til að aðstoða við öryggi ferðamanna, forrit eins og Sitata, sem vísar á næsta spítala eða gefur upplýsingar um algeng svindl á áfangastað.
Þótt heilastarfsemin þurfi líka frí þá er um að gera að hafa athyglina í lagi, veita því eftirtekt hvað er að gerast í nærumhverfinu, sérstaklega ef fólk er eitt á ferðalagi.
Ef staður, aðstæður eða fólk lætur þér líða einkennilega þá er mjög líklega ástæða fyrir því. Oft veitir innsæið hlutum athygli sem við erum ekki fullmeðvituð um. Það er um að gera að hlusta á innsæið.