Rétt hjá Kerinu í Grímsnesi er stórt og fallegt fjölskylduhús til skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Húsið er smekklega innréttað með svörtum, gráum og brúnum litatónum. Í húsinu er allt til alls eins og heitur pottur, gufubað og stórt eldhús. Á góðviðrisdögum er hægt að opna út frá borðstofunni og spóka sig í sólinni.
Fjögur svefnherbergi eru í húsinu svo það er nóg pláss fyrir stærri fjölskyldur. Gestir mega búast við að fá að vera í ró og næði með fallegu útsýni.